Innlent

Skýrslutökur fljótlega í Grímseyjarmáli

Brynjólfur Árnason, fyrrverandi sveitarstjóri í Grímsey.
Brynjólfur Árnason, fyrrverandi sveitarstjóri í Grímsey.

Skýrslutökur í máli fyrrverandi sveitarstjóra Grímseyjarhrepps hefjast hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra í þessari eða næstu viku.

Sveitarstjórinn fyrrverandi, Brynjólfur Árnason, er grunaður um fjárdrátt í opinberu starfi. Grunur vaknaði um athæfið þegar Brynjólfur var dæmdur í héraðsdómi fyrir að hafa stolið nærri 13 þúsund lítrum af olíu til húshitunar.

Fljótlega eftir að farið var að skoða bókhald Grímseyjarhrepps vaknaði grunur um stórfelld fjársvik Brynjólfs. Honum var sagt upp störfum sem sveitarstjóra og málið í framhaldi kært til lögreglu.

Að sögn Sveins Ingibergs Magnússonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, er rannsókn málsins í fullum gangi og verið að undirbúa skýrslutökur. Aðspurður segir hann að þær muni fara fram fyrir mánaðamót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×