Innlent

Steytti á skeri í innsiglingunni að Sandgerðishöfn

Frá Sandgerðishöfn.
Frá Sandgerðishöfn.

Hraðfiskibátur skemmdist töluvert þegar hann steytti á skeri í innsiglingunni að Sandgerðishöfn laust fyrir klukkan fimm í dag.

Eftir því sem segir í dagbók lögreglunnar á Suðurnesjum kom leki að bátnum og voru viðbragðsaðiar sendir á vettvang með dælubúnað. Báturinn var svo hífður upp á þurrt en töluverðar skemmdir voru á framanverðum skrokk bátsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×