Innlent

Ofurölvi maður ók á húsvegg í Mjódd

Ofurölvi maður ók á húsvegg í Mjódd í nótt þegar hann réð ekki lengur við að stjórna bílnum..

Hann slapp ómeiddur en lögregla vistar hann nú og verður hann yfirheyrður þegar af honum rennur. Annar ölvaður ökumaður var tekinn úr umferð í borginnni í nótt.

Þá voru tveir menn handteknir eftir að töluvert af ólöglegum sterum fanst í fórum þeira í nótt. Ólöglegir sterar falla undir fíkniefnalöggjöfina og verða mennirnir yfirheyrðir í dag




Fleiri fréttir

Sjá meira


×