Innlent

Borgarstjóri óskar borgarbúum til hamingju með Bitruvirkjunarákvörðun

Ólafur F. Magnússon.
Ólafur F. Magnússon.

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri óskar borgarbúum til hamingju með að Bitruvirkjun hefði verið slegin af. Þessi orð féllu á borgarstjórnarfundi fyrir skömmu samkvæmt tilkynningu sem Vísi barst frá Svandísi Svavarsdóttur, borgarfulltrúa vinstri-grænna.

Í tilkynningunni kemur fram að Ólafur kveði fast að orði og mun fastar en fulltrúar meirihlutans í stjórn Orkuveitunnar í morgun. Þar sagði: „Það er stefna stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að gæta varúðar í hvívetna við framkvæmdir við framkvæmdir á vegum fyrirtækisins.

Að fengnu áliti Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhreifum Bitruvirkjunar samþykkir stjórn OR að hætta undirbúningi Botruvirkjunar og að fresta öllum frekari framkvæmdum á svæðinu. Ákvörðun um framhald verkefnsisins verði tekin að höfðu samráði við sveitarststjórnir eigenda Orkuveitu Reykjavíkur og sveitarfélagsins Ölfuss.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×