Innlent

Reykjavík verði skákhöfuðborg heimsins eftir tvö ár

MYND/Heiða

Til stendur að koma á fót Skákakademíu Reykjavík og verður hún kynnt á blaðamannafundi í Höfða á morgun. Að Skákakademíunni standa Reykjavíkurborg, Landsbankinn, Mjólkursamsalan og Orkuveitan.

Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá borginni verður hlutverk Skákakademíu Reykjavíkur að byggja upp skáklíf í höfuðborginni með sérstakri áherslu á skóla borgarinnar en auk þess að standa árlega að Skákhátíð Reykjavíkur þar sem hápunktur vikunnar verði Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið. Markmið Skákakademíunnar er að Reykjavík verði skákhöfuðborg heimsins árið 2010.

Barnaskákmót verður haldið í Höfða í tilefni dagsin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×