Lífið

Melamínmengað kynlífskrem tekið úr sölu

Melamínmengaða mjólkurduftið sem olli veikindum barna í Kína á dögunum er nú að dúkka upp í ólíklegustu vörum. Nýjasta varan sem hefur þurft að innkalla er þó ekki ætluð ungabörnum.

Breska matvælaeftirlitið hefur fundið melamín í kínverskum kynlífsvörum sem seldar eru í breskum hjálpartækjaverslunum. Vörurnar eru meðal annars „líkamspennar" með súkkulaði- og jarðarberjabragði, og geirvörtu- og getnaðarlimsáburður með súkkulaðibragði.

„Þetta er nýtt. Við höfum aldrei þurft að vara við typpakremi áður - hvorki með súkkulaðibragði né annars konar," segir á heimasíðu matvælaeftirlitsins. Tekið var fram á síðunni að hættan sem stafaði af kreminu væri þó ekki mikil.

Að minnsta kosti fjögur börn létust í Kína eftir að hafa neytt menguða mjólkurduftsins, og þúsundir veiktust. Tugir landa bönnuðu í kjölfarið innflutning á mjólkurvörum frá Kína.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.