Höfum í raun ekkert val um annað en að sækja um ESB-aðild 23. október 2008 10:33 Grétar Þorsteinsson, forseti ASí, sagði við setningu ársfundar ASÍ í morgun að Íslendingar yrðu að gera það upp við sig nú hvort þeir vildu sækja um aðilda að Evrópusambandinu. Hann væri þeirrar skoðunar að þar væri hagsmunum best borgið og að Íslendingar hefðu í raun ekki val um annað en að sækja þar um.Í síðasta ávarpi sínu sem forseti fór Grétar yfir þá miklu erfiðleika sem blasa við Íslendingum. Sagði hann ekki hægt að vinna á vandanum nema að Íslendingar sköpuðu trú umhverfisins á að við gætum unnið á honum. Ísland væri í augum umheimsins rúið trausti.Sagði hann mikilvægt að óska aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og í framhaldinu að fara í viðræður um aðild að Evrópusambandinu til að byggja upp traust alþjóðasamfélagsins á getu okkar til að standa við skuldbindingar og treysta stoðir atvinnulífsins. „Því lengur sem við drögum að viðurkenna stöðuna eins og hún er og leita okkur aðstoðar - þeim mun alvarlegri verður hættan á að við sökkvum enn dýpra en orðið er. Það að afneita vandamálinunum og gera minna úr þeim, gerir þau enn verri. Tíminn vinnur ekki með okkur núna," sagði Grétar.Lærum af mistökunumÞá sagði hann mikilvægt að fara ofan í saumana á atburðarásinni að undanförnu. Stöðunni væri ekki lýst öðruvísi en algjör skipbroti þeirrar efnahagsstefnu sem fylgt hefði verið undanfarin ár. Hann vildi ekki finna sökudólga heldur hreinsa andrúmsloftið og læra af mistökunum. „Í mínum huga mun verkalýðshreyfingin gegna mikilvægu hlutverki í þessari yfirferð. Það þarf að velta öllum steinum við," sagði hann enn fremur.Hann sagði enn fremur mikilvægt að taka á bráðavandanum, að tryggja að gangvirki atvinnulífsins héldi áfram, að lækka vexti hratt og í stórum skrefum og þá þyrfti að styrkja gengi krónunnar eins hratt og mögulegt væri. Að öðrum kosti yrði hætta á óðaverðbólgu.Vill skoða sameiginlega launastefnuÞá þyrfti aðgerðaáætlun til að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði. „Ég er þeirrar skoðunar að við þessar aðstæður geti verið skynsamlegt að láta á það reyna hvort við - í samvinnu við samtök opinberra starfsmanna og samtök atvinnurekenda - getum komið okkur saman um sameiginlega launastefnu. Slík stefna hlýtur að fela það í sér að allt launafólk fái sambærilegar launahækkanir á þessu ári og næstu tveimur árum. Það myndi treysta stöðu þeirra tekjulægstu samfara því að skapa aukið félagslegt og efnahagslegt öryggi og stöðugleika.Á móti þessu hljótum við að gera ýmsar kröfur til atvinnurekenda. Fyrirtæki og opinberir aðilar verða að gæta aðhalds í gjaldskrám og verðhækkunum. Opinberir aðilar verða að setja mannaflsfrek verk - svo sem viðhaldsframkvæmdir í forgang, til að tryggja atvinnu. Slík verkefni er hægt að setja af stað með skömmum fyrirvara og þau þarf ekki að bjóða út á evrópska efnahagssvæðinu," sagði forseti ASÍ.Ekki vikist undan því að endurskoða lífeyriskerfiðÞá sagði Grétar að tryggja yrði stöðu Íbúðalánasjóðs við þessar aðstæður og sömuleiðis lífeyrissjóðanna. Breyta þyrfti fyrirkomulagi þeirra. „Það verður ekki lengur vikist undan því að endurskoða lífeyriskerfið með það fyrir augum að allir landsmenn sitji við sama borð - hvort sem þeir eru á almennum vinnumarkaði eða hinum opinbera," sagði Grétar og bætti við: „Verði lífeyrissjóðir launafólks á almennum markaði fyrir alvarlegum skakkaföllum, bitnar það á réttindum sjóðsfélaganna. Verði opinberu lífeyrissjóðirnir fyrir skakkaföllum, fá skattgreiðendur bakreikninginn. Að meginstofni eru skattgreiðendurnir sama fólkið og á að taka á sig skerðingarnar vegna stöðu almennu sjóðanna," sagði Grétar.Grétar hverfur nú frá starfi forseta ASÍ eftir tólf og hálft ár og þakkaði hann þeim sem unnið hefðu með honum samfylgdina. „Ég hefði gjarnan viljað yfirgefa þessa vakt við aðrar aðstæður en við okkur blasa - en eins og ég sagði - þá er aðeins einn úr hópnum að stíga til hliðar og maður kemur í manns stað," sagði hann enn fremur. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Grétar Þorsteinsson, forseti ASí, sagði við setningu ársfundar ASÍ í morgun að Íslendingar yrðu að gera það upp við sig nú hvort þeir vildu sækja um aðilda að Evrópusambandinu. Hann væri þeirrar skoðunar að þar væri hagsmunum best borgið og að Íslendingar hefðu í raun ekki val um annað en að sækja þar um.Í síðasta ávarpi sínu sem forseti fór Grétar yfir þá miklu erfiðleika sem blasa við Íslendingum. Sagði hann ekki hægt að vinna á vandanum nema að Íslendingar sköpuðu trú umhverfisins á að við gætum unnið á honum. Ísland væri í augum umheimsins rúið trausti.Sagði hann mikilvægt að óska aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og í framhaldinu að fara í viðræður um aðild að Evrópusambandinu til að byggja upp traust alþjóðasamfélagsins á getu okkar til að standa við skuldbindingar og treysta stoðir atvinnulífsins. „Því lengur sem við drögum að viðurkenna stöðuna eins og hún er og leita okkur aðstoðar - þeim mun alvarlegri verður hættan á að við sökkvum enn dýpra en orðið er. Það að afneita vandamálinunum og gera minna úr þeim, gerir þau enn verri. Tíminn vinnur ekki með okkur núna," sagði Grétar.Lærum af mistökunumÞá sagði hann mikilvægt að fara ofan í saumana á atburðarásinni að undanförnu. Stöðunni væri ekki lýst öðruvísi en algjör skipbroti þeirrar efnahagsstefnu sem fylgt hefði verið undanfarin ár. Hann vildi ekki finna sökudólga heldur hreinsa andrúmsloftið og læra af mistökunum. „Í mínum huga mun verkalýðshreyfingin gegna mikilvægu hlutverki í þessari yfirferð. Það þarf að velta öllum steinum við," sagði hann enn fremur.Hann sagði enn fremur mikilvægt að taka á bráðavandanum, að tryggja að gangvirki atvinnulífsins héldi áfram, að lækka vexti hratt og í stórum skrefum og þá þyrfti að styrkja gengi krónunnar eins hratt og mögulegt væri. Að öðrum kosti yrði hætta á óðaverðbólgu.Vill skoða sameiginlega launastefnuÞá þyrfti aðgerðaáætlun til að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði. „Ég er þeirrar skoðunar að við þessar aðstæður geti verið skynsamlegt að láta á það reyna hvort við - í samvinnu við samtök opinberra starfsmanna og samtök atvinnurekenda - getum komið okkur saman um sameiginlega launastefnu. Slík stefna hlýtur að fela það í sér að allt launafólk fái sambærilegar launahækkanir á þessu ári og næstu tveimur árum. Það myndi treysta stöðu þeirra tekjulægstu samfara því að skapa aukið félagslegt og efnahagslegt öryggi og stöðugleika.Á móti þessu hljótum við að gera ýmsar kröfur til atvinnurekenda. Fyrirtæki og opinberir aðilar verða að gæta aðhalds í gjaldskrám og verðhækkunum. Opinberir aðilar verða að setja mannaflsfrek verk - svo sem viðhaldsframkvæmdir í forgang, til að tryggja atvinnu. Slík verkefni er hægt að setja af stað með skömmum fyrirvara og þau þarf ekki að bjóða út á evrópska efnahagssvæðinu," sagði forseti ASÍ.Ekki vikist undan því að endurskoða lífeyriskerfiðÞá sagði Grétar að tryggja yrði stöðu Íbúðalánasjóðs við þessar aðstæður og sömuleiðis lífeyrissjóðanna. Breyta þyrfti fyrirkomulagi þeirra. „Það verður ekki lengur vikist undan því að endurskoða lífeyriskerfið með það fyrir augum að allir landsmenn sitji við sama borð - hvort sem þeir eru á almennum vinnumarkaði eða hinum opinbera," sagði Grétar og bætti við: „Verði lífeyrissjóðir launafólks á almennum markaði fyrir alvarlegum skakkaföllum, bitnar það á réttindum sjóðsfélaganna. Verði opinberu lífeyrissjóðirnir fyrir skakkaföllum, fá skattgreiðendur bakreikninginn. Að meginstofni eru skattgreiðendurnir sama fólkið og á að taka á sig skerðingarnar vegna stöðu almennu sjóðanna," sagði Grétar.Grétar hverfur nú frá starfi forseta ASÍ eftir tólf og hálft ár og þakkaði hann þeim sem unnið hefðu með honum samfylgdina. „Ég hefði gjarnan viljað yfirgefa þessa vakt við aðrar aðstæður en við okkur blasa - en eins og ég sagði - þá er aðeins einn úr hópnum að stíga til hliðar og maður kemur í manns stað," sagði hann enn fremur.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira