Lífið

Ólafur Ragnar á afmæli í dag

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands er sextíu og fimm ára í dag.

Ólafur fæddist á Ísafirði 14. maí árið 1943. Hann er doktor í stjórnmálafræði, var prófessor við Háskóla Íslands og sat á þingi Samtök frjálslyndra og vinstri manna og Alþýðubandalagið. Hann var kjörinn forseti árið 1996, og hefur tvisvar síðan verið endurkjörinn til þess embættis.

Þann fjórtánda nóvember 1974 kvæntist Ólafur Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur, og ári seinna eignuðust þau dæturnur Guðrúnu Tinnu og Svanhildi Döllu. Guðrún lést úr hvítblæði árið 1998. Á afmæli sínu árið 2003 kvæntist hann svo Dorrit Moussaief forsetafrú.

Þæri upplýsingar fengust á skrifstofu Forsetans að Ólafur væri við störf í dag eins og aðra daga. Ekki yrði haldið upp á afmælið á vegum embættisins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.