Erlent

Framhjáhaldið gæti kostað þingmannssæti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vito Fossella (fyrir miðju) er hér ásamt Hillary Clinton og fleirum. Mynd/ AFP.
Vito Fossella (fyrir miðju) er hér ásamt Hillary Clinton og fleirum. Mynd/ AFP.

Bandaríski fulltrúadeildaþingmaðurinn Vito Fossella gæti þurft að segja af sér þingmennsku eftir að upp komst að hann hefði feðrað barn með viðhaldi sínu. Kröfur um afsögn hans verða æ háværari á meðal almennings.

Þegar Fossella viðurkenndi framhjáhaldið og launbarnið síðastliðinn fimmtudag sagði Fossell að hann hygðist halda áfram þingmennsku. Ýmislegt bendir þó til þess að hann gæti þurft að láta af þingmennsku. Leiðtogi minnihlutans í þinginu, John Boehner, sagði að hann byggist við því að Fossella tæki ákvörðun um framtíð sína um helgina.

Einkalíf Fossella beið verulega hnekki um síðustu helgi þegar lögregla stöðvaði hann fyrir ölvunarakstur Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að Fossella hafði átt í sambandi við fyrrverandi flugliða úr flughernum og að þau ættu þriggja ára barn saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×