Innlent

Aðsókn í þjónustu kirkjunnar

Kirkjusókn var enn meiri á höfuðbrogarsvæðinu um jólin í ár en undanfarin ár.
Kirkjusókn var enn meiri á höfuðbrogarsvæðinu um jólin í ár en undanfarin ár.
Kirkjusókn yfir hátíðarnar var mun meiri á höfuðborgarsvæðinu í ár en í fyrra að sögn sóknarpresta og prófasta sem Fréttablaðið talaði við. Gísli Jónasson, sóknarprestur í Breiðholtsprestakalli, segir að kirkjusókn hafi verið óvenju mikil alla aðventuna og hann hafi orðið var við meiri kirkjusókn frá því í haust. Jón Dalbú Hróbjartsson, segir aðsóknina í Hallgrímskirkju hafa verið enn meiri í ár en í fyrra þó ekki hafi hún verið dræm þá.

Í Lindakirkju var ákveðið að halda jólamessurnar í kirkjuskipinu sem er þó ekki full klárað en þar er rýmra en í safnaðarheimilinu þar sem sóknin kemur venjulega saman. „Þetta var náttúrulega rosalegt fyrirtæki, við þurftum að fá lánaða 500 stóla og við lögðum mikla vinnu í að láta þetta líta sem best út,“ segir Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur þar. Það var eins gott að hann nýtti plássið því tæplega þúsund gestir komu samtals í messurnar þrjár á aðfangadag. Það hefði þurft fjórar guðsþjónustur fyrir þann fjölda í safnaðarheimilinu.

Eins eru viðmælendur Fréttablaðsins sammála um að eftirspurn eftir annarri þjónustu kirkjunnar, eins og til dæmis foreldramorgnum, hafi jafnframt aukist.- jse



Fleiri fréttir

Sjá meira


×