Seldu fyrir um 250 milljónir króna 27. desember 2008 07:00 Mynddiskurinn Laddi 6-tugur hefur selst eins og heitar lummur, enda hefur samnefnd sýning hans slegið rækilega í gegn í Borgarleikhúsinu. fréttablaðið/gva Laddi, Páll Óskar og Arnaldur Indriðason eru sölukóngar ársins með tæplega áttatíu þúsund eintaka sölu. Miðað við útreikninga Fréttablaðsins þýðir þetta að Íslendingar hafa greitt rúmlega 250 milljónir króna fyrir verk þeirra á árinu sem er að líða. Mun það væntanlega tryggja þremenningum og útgefendum þeirra drjúgan skilding í vasann á þessum síðustu og verstu tímum. DVD-mynddiskurinn Laddi 6-tugur, hefur verið framleiddur í 25 þúsund eintökum, Páll Óskar hefur dreift Silfursafninu sínu í sautján þúsund eintökum og selt Allt fyrir ástina í fimm þúsund eintökum og nýjasta bók Arnaldar, Myrká, hefur verið prentuð í metupplagi, eða í að minnsta kosti þrjátíu þúsund eintökum. Kristján B. Jónasson, formaður Félags bókaútgefenda, segir það einsdæmi að bók sé prentuð í svona miklu upplagi fyrir hinn smáa íslenska markað. „Yrsa er líka prentuð í þrettán þúsund eintökum. Tveir söluhæstu krimmahöfundar landsins eru að berast landsmönnum í 43 til 45 þúsund eintökum, sem er „absúrd“ tala,“ segir Kristján. Honum finnst sérlega merkilegt hvað bækur Arnaldar, og íslenskar bækur yfirhöfuð, seljast mikið á jafnskömmum tíma. „Maður hefur heyrt af bókum í Svíþjóð sem eru seldar í kannski 800 þúsund eintökum til milljón en það er yfir langan tíma. Það sem við sjáum hérna er svo skrítið. Þetta eru þrjátíu þúsund eintök hjá Arnaldi sem fara út á tveimur mánuðum, einhverjum sjö vikum. Það er ekki eins og þetta sé heilsárs tala.“ Varðandi Laddi 6-tugur segir Jón Gunnar Geirdal hjá Senu að fyrirtækið hafi aldrei áður framleitt svo mikið magn af einum mynddiski. „Þetta er langmest seldi íslenski DVD-diskurinn. Þetta er töluvert meira en Næturvaktin sem seldist í átján þúsund eintökum,“ segir hann. „Þetta er stórkostlegur árangur. Þetta er sýning sem átti bara að vera í janúar fyrir tveimur árum. Síðan seldist Best of-platan með Ladda í tíu þúsund stykkjum. Það hefur verið mikil Ladda-vakning á þessum tveimur árum sem er frábært, þannig að við fögnum þessu og rúmlega það.“ Auk þess að hafa dreift Silfursafninu sínu í sautján þúsund eintökum hefur Páll Óskar selt síðustu plötu sína, Allt fyrir ástina, í fimm þúsund eintökum á árinu. Fyrir jólin í fyrra seldist hún í tíu þúsundum og er því komin í fimmtán þúsund eintök. „Ég átti svo sem von á að þetta myndi ganga vel en ekki svona rosalega vel,“ segir hann um nýju safnplötuna. „Ég er innilega þakklátur fyrir þessi ofsalega hlýju viðbrögð.“ Páll segir að lykillinn að góðri sölu á Allt fyrir ástina á árinu hafi verið smáskífulögin þrjú sem komu út eftir síðustu jól, eða Betra líf, Er þetta ást? og Þú komst við hjartað í mér, í útgáfu Hjaltalín. „Þarna voru komnar út fimm smáskífur af ellefu laga plötu og ég hélt að þetta væri búið þegar Högni (Egilsson) hringdi í mig og sagðist vera búinn að gera nýja útsetningu á þessu lagi,“ segir hann. „Ég sagði: „Góði besti, kýldu á það“ og viti menn, það varð allt vitlaust.“ Palli játar að það sé sjaldgæft að plötur haldi áfram að seljast svona mikið eftir jól eins og gerðist með Allt fyrir ástina. „Auðvitað getur þetta gerst ef smáskífurnar eru fyrir hendi og líka ef listamaðurinn er duglegur að halda áfram og leggur ekki árar í bát þegar jólin eru búin,“ segir hann og er að vonum alsæll með niðurstöðuna. páll óskar Silfursafni Palla hefur verið dreift í sautján þúsund eintökum. Einnig hefur hann selt fimm þúsund eintök af Allt fyrir ástina á árinu. Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Sjá meira
Laddi, Páll Óskar og Arnaldur Indriðason eru sölukóngar ársins með tæplega áttatíu þúsund eintaka sölu. Miðað við útreikninga Fréttablaðsins þýðir þetta að Íslendingar hafa greitt rúmlega 250 milljónir króna fyrir verk þeirra á árinu sem er að líða. Mun það væntanlega tryggja þremenningum og útgefendum þeirra drjúgan skilding í vasann á þessum síðustu og verstu tímum. DVD-mynddiskurinn Laddi 6-tugur, hefur verið framleiddur í 25 þúsund eintökum, Páll Óskar hefur dreift Silfursafninu sínu í sautján þúsund eintökum og selt Allt fyrir ástina í fimm þúsund eintökum og nýjasta bók Arnaldar, Myrká, hefur verið prentuð í metupplagi, eða í að minnsta kosti þrjátíu þúsund eintökum. Kristján B. Jónasson, formaður Félags bókaútgefenda, segir það einsdæmi að bók sé prentuð í svona miklu upplagi fyrir hinn smáa íslenska markað. „Yrsa er líka prentuð í þrettán þúsund eintökum. Tveir söluhæstu krimmahöfundar landsins eru að berast landsmönnum í 43 til 45 þúsund eintökum, sem er „absúrd“ tala,“ segir Kristján. Honum finnst sérlega merkilegt hvað bækur Arnaldar, og íslenskar bækur yfirhöfuð, seljast mikið á jafnskömmum tíma. „Maður hefur heyrt af bókum í Svíþjóð sem eru seldar í kannski 800 þúsund eintökum til milljón en það er yfir langan tíma. Það sem við sjáum hérna er svo skrítið. Þetta eru þrjátíu þúsund eintök hjá Arnaldi sem fara út á tveimur mánuðum, einhverjum sjö vikum. Það er ekki eins og þetta sé heilsárs tala.“ Varðandi Laddi 6-tugur segir Jón Gunnar Geirdal hjá Senu að fyrirtækið hafi aldrei áður framleitt svo mikið magn af einum mynddiski. „Þetta er langmest seldi íslenski DVD-diskurinn. Þetta er töluvert meira en Næturvaktin sem seldist í átján þúsund eintökum,“ segir hann. „Þetta er stórkostlegur árangur. Þetta er sýning sem átti bara að vera í janúar fyrir tveimur árum. Síðan seldist Best of-platan með Ladda í tíu þúsund stykkjum. Það hefur verið mikil Ladda-vakning á þessum tveimur árum sem er frábært, þannig að við fögnum þessu og rúmlega það.“ Auk þess að hafa dreift Silfursafninu sínu í sautján þúsund eintökum hefur Páll Óskar selt síðustu plötu sína, Allt fyrir ástina, í fimm þúsund eintökum á árinu. Fyrir jólin í fyrra seldist hún í tíu þúsundum og er því komin í fimmtán þúsund eintök. „Ég átti svo sem von á að þetta myndi ganga vel en ekki svona rosalega vel,“ segir hann um nýju safnplötuna. „Ég er innilega þakklátur fyrir þessi ofsalega hlýju viðbrögð.“ Páll segir að lykillinn að góðri sölu á Allt fyrir ástina á árinu hafi verið smáskífulögin þrjú sem komu út eftir síðustu jól, eða Betra líf, Er þetta ást? og Þú komst við hjartað í mér, í útgáfu Hjaltalín. „Þarna voru komnar út fimm smáskífur af ellefu laga plötu og ég hélt að þetta væri búið þegar Högni (Egilsson) hringdi í mig og sagðist vera búinn að gera nýja útsetningu á þessu lagi,“ segir hann. „Ég sagði: „Góði besti, kýldu á það“ og viti menn, það varð allt vitlaust.“ Palli játar að það sé sjaldgæft að plötur haldi áfram að seljast svona mikið eftir jól eins og gerðist með Allt fyrir ástina. „Auðvitað getur þetta gerst ef smáskífurnar eru fyrir hendi og líka ef listamaðurinn er duglegur að halda áfram og leggur ekki árar í bát þegar jólin eru búin,“ segir hann og er að vonum alsæll með niðurstöðuna. páll óskar Silfursafni Palla hefur verið dreift í sautján þúsund eintökum. Einnig hefur hann selt fimm þúsund eintök af Allt fyrir ástina á árinu.
Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Sjá meira