Góður Guðni Sigmar B. Hauksson skrifar 15. janúar 2008 00:01 Við áramót tíðkast að líta um öxl og horfa yfir farinn veg. Árið 2007 rann upp fyrir mér að ég hef verið flokksbundinn Framsóknarmaður í 40 ár. „Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg?“ spyr skáldið. Því miður á það ekki við okkur, Framsóknarmenn, því í síðustu kosningum upplifðum við mestu niðurlægingu í 90 ára sögu flokksins. Flokkurinn hefur nánast ekkert fylgi í þéttbýli eða á þeim svæðum þar sem um 70% þjóðarinnar búa. Við töldum jafnan að Framsóknarflokkurinn hefði um 20% kjörfylgi að jafnaði. Það er greinilega ekki svo lengur. Það var því með talsverðri eftirvæntingu sem ég las bók Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Guðni af lífi og sál, og óska ég þeim félögum til hamingju með gott verk. Bókin er afar vel skrifuð. Persóna Guðna kemur vel fram og ljóðskáldið Sigmundur Ernir hefur djúpa tilfinningu og skilning á manninum Guðna. Að mínu mati er fyrri hluti bókarinnar bestur, þar sem Guðni lýsir æsku sinni og fyrstu árum sínum í stjórnmálum. Guðni ber öllum vel söguna og sleppur meira að segja Halldór Ásgrímsson fyrir horn. Eftir lestur bókarinnar rann það upp fyrir mér að það var miður að Guðni Ágústsson hefði ekki haft tök á því að stunda langskólanám, því Guðni er góðum gáfum gæddur. Í bók þeirra félaga fjallar Guðni ekkert um erfiðleika Framsóknarflokksins eða hvað þurfi að gera til að byggja flokkinn aftur upp. Líklegast er það skiljanlegt, mögulega gerir Guðni það síðar, í öðru bindi æviminninga sinna. Um áramót tíðkast einnig að hugsa fram á veginn um komandi tíma. Eftir 40 ára starf innan Framsóknarflokksins tel ég mig búa yfir talsverðri reynslu. Þess vegna tel ég mig megnugan þess að veita Guðna Ágústssyni, formanni Framsóknarflokksins, eftirfarandi ábendingu: Ef þú ert sammála skoðunum Bjarna Harðarsonar alþingismanns, og ef þær eru ný stefna flokksforystunnar, eru engar líkur á að Framsóknarflokkurinn muni ná neinni fótfestu hér í Reykjavík eða í þéttbýlinu þar sem um 70% þjóðarinnar býr. Höfundur er framsóknarmaður til 40 ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Við áramót tíðkast að líta um öxl og horfa yfir farinn veg. Árið 2007 rann upp fyrir mér að ég hef verið flokksbundinn Framsóknarmaður í 40 ár. „Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg?“ spyr skáldið. Því miður á það ekki við okkur, Framsóknarmenn, því í síðustu kosningum upplifðum við mestu niðurlægingu í 90 ára sögu flokksins. Flokkurinn hefur nánast ekkert fylgi í þéttbýli eða á þeim svæðum þar sem um 70% þjóðarinnar búa. Við töldum jafnan að Framsóknarflokkurinn hefði um 20% kjörfylgi að jafnaði. Það er greinilega ekki svo lengur. Það var því með talsverðri eftirvæntingu sem ég las bók Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Guðni af lífi og sál, og óska ég þeim félögum til hamingju með gott verk. Bókin er afar vel skrifuð. Persóna Guðna kemur vel fram og ljóðskáldið Sigmundur Ernir hefur djúpa tilfinningu og skilning á manninum Guðna. Að mínu mati er fyrri hluti bókarinnar bestur, þar sem Guðni lýsir æsku sinni og fyrstu árum sínum í stjórnmálum. Guðni ber öllum vel söguna og sleppur meira að segja Halldór Ásgrímsson fyrir horn. Eftir lestur bókarinnar rann það upp fyrir mér að það var miður að Guðni Ágústsson hefði ekki haft tök á því að stunda langskólanám, því Guðni er góðum gáfum gæddur. Í bók þeirra félaga fjallar Guðni ekkert um erfiðleika Framsóknarflokksins eða hvað þurfi að gera til að byggja flokkinn aftur upp. Líklegast er það skiljanlegt, mögulega gerir Guðni það síðar, í öðru bindi æviminninga sinna. Um áramót tíðkast einnig að hugsa fram á veginn um komandi tíma. Eftir 40 ára starf innan Framsóknarflokksins tel ég mig búa yfir talsverðri reynslu. Þess vegna tel ég mig megnugan þess að veita Guðna Ágústssyni, formanni Framsóknarflokksins, eftirfarandi ábendingu: Ef þú ert sammála skoðunum Bjarna Harðarsonar alþingismanns, og ef þær eru ný stefna flokksforystunnar, eru engar líkur á að Framsóknarflokkurinn muni ná neinni fótfestu hér í Reykjavík eða í þéttbýlinu þar sem um 70% þjóðarinnar býr. Höfundur er framsóknarmaður til 40 ára.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun