Íslenskur kokkur á heimsmælikvarða 8. júlí 2008 14:55 Ragnar að störfum í keppninni. Ragnar Ómarsson, kokkur á veitingastaðnum Domo, hafnaði í sjötta sæti á Evrópukeppni Bocuse d'Or sem fram fór í Stavanger um síðustu helgi. Með þessu tryggði hann Íslendingum þáttökurétt í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d'Or, sem verður haldin í Lyon í byrjun næsta árs.Réttir Ragnars heilluðu dómnefndinaÞetta er í fyrsta sinn sem sérstök Evrópuforkeppni er haldin fyrir Bocuse d'Or, sem oft er nefnd heimsmeistarakeppni matreiðslumanna. Það var hinn norski Geir Skeie sem náði fyrsta sætinu, en hann vann einmitt kokkakeppnina á Food and Fun hátíðinni í Reykjavík í vetur. Íslendingar hafa fimm sinnum tekið þátt í Bocuse d'Or. Sturla Birgisson keppti fyrstur fyrir Íslands hönd árið 1999 og náði fimmta sætinu. Ragnar hefur einu sinni áður keppt í úrslitakeppninni, árið 2005, og hreppti einnig fimmta sætið. Food and Fun Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið
Ragnar Ómarsson, kokkur á veitingastaðnum Domo, hafnaði í sjötta sæti á Evrópukeppni Bocuse d'Or sem fram fór í Stavanger um síðustu helgi. Með þessu tryggði hann Íslendingum þáttökurétt í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d'Or, sem verður haldin í Lyon í byrjun næsta árs.Réttir Ragnars heilluðu dómnefndinaÞetta er í fyrsta sinn sem sérstök Evrópuforkeppni er haldin fyrir Bocuse d'Or, sem oft er nefnd heimsmeistarakeppni matreiðslumanna. Það var hinn norski Geir Skeie sem náði fyrsta sætinu, en hann vann einmitt kokkakeppnina á Food and Fun hátíðinni í Reykjavík í vetur. Íslendingar hafa fimm sinnum tekið þátt í Bocuse d'Or. Sturla Birgisson keppti fyrstur fyrir Íslands hönd árið 1999 og náði fimmta sætinu. Ragnar hefur einu sinni áður keppt í úrslitakeppninni, árið 2005, og hreppti einnig fimmta sætið.
Food and Fun Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið