Innlent

Á fjórða þúsund manns á Dönskum dögum í Stykkishólmi

Fangageymslur í Stykkishólmi fylltust á miðnætti og eru enn fullar að sögn lögreglumanna. Danskir dagar eru haldnir hátíðlegir í Stykkishólmi þessa helgina og er talið að á bilinu þrjú til fjögur þúsund manns séu í bænum.

Lögreglan segir að mikil ölvun hafi verið í bænum og nokkuð um minniháttar pústra. Þá hafi jafnframt komið upp nokkur fíkniefnamál. Jafnframt hafi nokkrir ökumenn verið stöðvaðir fyrir að aka undir áhrifum áfengis og lyfja.

Lögreglan á Snæfellsnesi segist hafa notið liðsinnis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina og það hafi hjálpað mikið við að halda uppi gæslu á svæðinu.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×