Lífið

Yesmine Olsson gefur út matreiðslubók

Yesmine Olsson
Yesmine Olsson

Yesmine Olsson er nú loksins komin með framhald af hinni geysivinsælu

matreiðslubók Framandi og freistandi - létt & litrík matreiðsla sem

kom út árið 2006 og selst hefur í yfir 6000 eintökum.

Yesmine er fædd á Sri Lanka,alin upp í Svíþjóð en hefur verið búsett á Íslandi síðustu 10 árin og starfar sem einkaþjálfari, heilsuráðgjafi og danshöfundur.

 







Framandi & freistandi 2 - indversk & arabísk matreiðsla.

Í þessari bók er Yesmine undir áhrifum af indverskri og arabískri matargerð en hún fer sínar eigin leiðir í matreiðslunni þar sem einfaldleiki og hollusta eru í fyrirrúmi.

Við gerð bókarinnar fóru þær Yesmine og Áslaug Snorradóttir ljósmyndari til Kochin á Indlandi og til borgarinnar Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum til þess að læra af heimamönnum og taka ljósmyndir.

Afraksturinn er hin gullfallega og eldheita matreiðslubók, Framandi & freistandi 2 - indversk & arabísk matreiðsla.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.