Innlent

Markaður fyrir hrefnukjötið, segir sjávarútvegsráðherra

MYND/Vilhelm

„Það standa bara einfaldlega öll rök til þss. Hér er um að ræða sjálfbærarveiðar og það er markaður fyrir þessa framleiðslu hér innalands þannig að það var auðvitað í rauninni ekkert sem mælti gegn því að taka þessa ákvörðun," segir Einar K. Guðfinnson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um þá ákvörðun sína að heimila veiðar á 40 hrefnum fyrir innanlandsmarkað.

Ákvörðunin hefur sætt gagnrýni, meðal annars frá samstarfsflokknum í ríkisstjórn, Samfylkingunni. Í yfirlýsingu í gær sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, að hún teldi að með ákvörðuninni væri verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.

Um þau orð sagði Einar K. Guðfinnsson fyrir ríkisstjórnarfund í morgun: „Ef ég hefði litið svo á að ég væri að fórna meiri hagsmunum fyrir minni þá hefði ég að sjálfsögðu ekki tekið þessa ákvörðun." Þá bendir ráðherra á að áralöng reynsla sé af hvalveiðum í atvinnuskyni og reynslan sé sú að Íslendingar hafi ekki valdið sjálfum sér tjóni með þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×