Innlent

Hanna Birna hafði áhyggjur af kjaftasögum um Ólaf

Hanna Birna Kristjánsdóttir, verðandi borgarstjóri, sagði í samtali við Kastljósið í kvöld að hún hefði lýst yfir áhyggjum við Ólaf F. Magnússon vegna ýmissa gróusagna sem höfðu komist á kreik um meintar galeiðuferðir hans sem henni þóttu ekki borgarstjóra sæmandi.

Fyrr í kvöld hafði Hanna, í þættinum Ísland í dag, neitað að tjá sig um málið og sagði að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki slitið samstarfinu við F-lista vegna persónu Ólafs.

Kastljósið spurði Ólaf F. einnig út í þessar kjaftasögur og neitaði hann þeim alfarið. Hann hefði reyndar nokkrum sinnum farið á örfáa skemmtistaði í miðborginni en ætíð haga sér skikkanlega og iðulega verið keyrandi og þess vegna ódrukkinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×