Erlent

Danskur dómstóll: Það má gera grín að Múhameð

Kurt Westergaard teiknari. Upp komst um áform manna um að taka hann af lífi vegna Múhameðsteikningar hans.
Kurt Westergaard teiknari. Upp komst um áform manna um að taka hann af lífi vegna Múhameðsteikningar hans.

Vestri-Landsréttur í Viborg í Danmörku komst að því í morgun að teikning Kurts Wetergaards, teiknara Jótlandspóstins, af Múhameð spámanni með sprengju í túrbani brjóti ekki gegn lögum og sé ekki ærumeiðandi.

Um leið sýknaði landsrétturinn aðalritstjóra og menningarritstjóra Jótlandspóstsins af meintum lögbrotum með birtingu skopmyndanna af Múhameð sem ollu mikilli reiði í múslímalöndum. Nokkur samtök og félög múslíma höfðu höfðað málið á hendur ritstjórunum á þeim grundvelli að skopmyndirnar brytu í bága við ærumeiðingarákvæði danskra laga.

Í dómnum er enn fremur fullyrt að það sé staðreynd að hryðjuverk séu framin í nafni íslams og að það sé ekki ólöglegt að hæðast að því. Komst dómurinn að því að teikning Kurts Westergaards af Múhameð væri háðsádeila og vísaði hvorki til múslíma almennt né félaga múslíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×