Innlent

Benedikt kominn þrjár sjómílur

Benedikt LaFleur á sundi í morgun.
Benedikt LaFleur á sundi í morgun. MYND/Guðni

Þegar rætt var við aðstoðarmenn Benedikts LaFleur fyrir skömmu fengust þær fréttir að sundið gengi vel og væri Benedikt kominn um þrjár sjómílur frá Dover.

Straumar hafa borið hann töluvert í suðurátt en ekki meira en gert var ráð fyrir. Að sögn Guðna Haraldssonar, aðstoðarmanns Benedikts, leikur veðrið við sundmanninn, sól skín í heiði og hægur andvari er undan Englandsströndum. Sundið tileinkar Benedikt baráttunni gegn mansali.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×