Hverjir þurfa Mannréttindaskrifstofu? Toshiki Toma skrifar 15. maí 2008 00:01 Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar var samþykkt af öllum flokkum í borgarstjórn árið 2006. Í framhaldi af því var mannréttindastjóri ráðinn og Mannréttindaskrifstofa borgarinnar stofnuð til þess að sinna framkvæmd samþykktrar stefnu í mannréttindamálum. Mannréttindastefna borgarinnar snertir fjölmörg málefni þ.á m. jafnréttismál, innflytjendamál, málefni fatlaðra, réttindi samkynhneigðra o.fl. Því má segja að verkefnin sem falla undir umrædda stefnu varði mjög hagsmuni minnihlutahópa borgarbúa. Það var augljóst frá upphafi að mannréttindastjóri gat ekki einn sinnt öllum verkefnunum og síðasta vetur var ákveðið að bæta skyldi þremur starfsmönnum við á skrifstofuna. Skömmu eftir þessa ákvörðun kom núverandi borgarstjóri til starfa. Hann virðist fremur hafa hagræðingu í borgarkerfinu í huga en mikilvægi þess að hafa virka framkvæmd á mannréttindastefnunni, sem hans eigin flokkur samþykkti fyrir tveimur árum, stefnu sem á að tryggja mannréttindi sem flestra borgarbúa. Mér þykir mjög leitt að mannréttindastjóri gafst upp í aðstæðunum og sagði starfi sínu lausu. Tímabundinn mannréttindastjóri var ráðinn loksins 6. maí, en ekki þrír starfsmenn sem áttu að bætast við. Það er vissulega mikilvægt að hver borgarstjórnarflokkur ræði þetta mál í sínum hópi og sjálfur er ég ekki hlutlaus þegar kemur að flokkspólitík. En fyrir utan það langar mig að leggja sérstaka áherslu á eitt í þessu sambandi: „Hagsmunir okkar minnihlutahópa í borginni eru ekki boltinn í leik sem borgarfulltrúarnir spila!“ Það gerist gjarnan að íhaldssinnaður meirihluti reynir að skera niður fjármagn til málefna minnihlutahópa, t.d. innflytjenda. Ein af ástæðum þess er kannski sú staðreynd að innflytjendur eða fólk í öðrum minnihlutahópum á enga sterka rödd í borgarstjórn sem stendur vörð um þessi mikilvægu málefni. En einmitt vegna þeirrar staðreyndar, að minnihlutahópar eiga ekki sterka rödd í Ráðhúsi Reykjavíkur, eiga þá borgarfulltrúarnir ekki að hlusta á rödd okkar sérstaklega og heyra okkar sjónarmið? Eiga borgarfulltrúar ekki að minnast þess að þeir eru einnig fulltrúar minnihlutahópa? Mannréttindastefna borgarinnar var samþykkt til þess að tryggja meira jafnrétti meðal allra borgarbúa. Mannréttindaskrifstofan var stofnuð til þess að þessi trygging réttinda væri í hávegum höfð meðal borgarbúa. Það var rétt leið og sú besta, a.m.k. þangað til önnur betri hugmynd mótast og tekur yfir verkefni Mannréttindaskrifstofunnar. Nú er borgarstjórinn ekki tilbúinn að halda áfram á þeirri braut sem áður var samþykkt en hefur heldur ekki sýnt fram á hvað taki við. Slíkt er ekki breyting á stefnu, heldur er það ekkert annað en afturför frá því sem verið hefur. Höfundur er prestur og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar var samþykkt af öllum flokkum í borgarstjórn árið 2006. Í framhaldi af því var mannréttindastjóri ráðinn og Mannréttindaskrifstofa borgarinnar stofnuð til þess að sinna framkvæmd samþykktrar stefnu í mannréttindamálum. Mannréttindastefna borgarinnar snertir fjölmörg málefni þ.á m. jafnréttismál, innflytjendamál, málefni fatlaðra, réttindi samkynhneigðra o.fl. Því má segja að verkefnin sem falla undir umrædda stefnu varði mjög hagsmuni minnihlutahópa borgarbúa. Það var augljóst frá upphafi að mannréttindastjóri gat ekki einn sinnt öllum verkefnunum og síðasta vetur var ákveðið að bæta skyldi þremur starfsmönnum við á skrifstofuna. Skömmu eftir þessa ákvörðun kom núverandi borgarstjóri til starfa. Hann virðist fremur hafa hagræðingu í borgarkerfinu í huga en mikilvægi þess að hafa virka framkvæmd á mannréttindastefnunni, sem hans eigin flokkur samþykkti fyrir tveimur árum, stefnu sem á að tryggja mannréttindi sem flestra borgarbúa. Mér þykir mjög leitt að mannréttindastjóri gafst upp í aðstæðunum og sagði starfi sínu lausu. Tímabundinn mannréttindastjóri var ráðinn loksins 6. maí, en ekki þrír starfsmenn sem áttu að bætast við. Það er vissulega mikilvægt að hver borgarstjórnarflokkur ræði þetta mál í sínum hópi og sjálfur er ég ekki hlutlaus þegar kemur að flokkspólitík. En fyrir utan það langar mig að leggja sérstaka áherslu á eitt í þessu sambandi: „Hagsmunir okkar minnihlutahópa í borginni eru ekki boltinn í leik sem borgarfulltrúarnir spila!“ Það gerist gjarnan að íhaldssinnaður meirihluti reynir að skera niður fjármagn til málefna minnihlutahópa, t.d. innflytjenda. Ein af ástæðum þess er kannski sú staðreynd að innflytjendur eða fólk í öðrum minnihlutahópum á enga sterka rödd í borgarstjórn sem stendur vörð um þessi mikilvægu málefni. En einmitt vegna þeirrar staðreyndar, að minnihlutahópar eiga ekki sterka rödd í Ráðhúsi Reykjavíkur, eiga þá borgarfulltrúarnir ekki að hlusta á rödd okkar sérstaklega og heyra okkar sjónarmið? Eiga borgarfulltrúar ekki að minnast þess að þeir eru einnig fulltrúar minnihlutahópa? Mannréttindastefna borgarinnar var samþykkt til þess að tryggja meira jafnrétti meðal allra borgarbúa. Mannréttindaskrifstofan var stofnuð til þess að þessi trygging réttinda væri í hávegum höfð meðal borgarbúa. Það var rétt leið og sú besta, a.m.k. þangað til önnur betri hugmynd mótast og tekur yfir verkefni Mannréttindaskrifstofunnar. Nú er borgarstjórinn ekki tilbúinn að halda áfram á þeirri braut sem áður var samþykkt en hefur heldur ekki sýnt fram á hvað taki við. Slíkt er ekki breyting á stefnu, heldur er það ekkert annað en afturför frá því sem verið hefur. Höfundur er prestur og stjórnmálafræðingur.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun