Hverjir þurfa Mannréttindaskrifstofu? Toshiki Toma skrifar 15. maí 2008 00:01 Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar var samþykkt af öllum flokkum í borgarstjórn árið 2006. Í framhaldi af því var mannréttindastjóri ráðinn og Mannréttindaskrifstofa borgarinnar stofnuð til þess að sinna framkvæmd samþykktrar stefnu í mannréttindamálum. Mannréttindastefna borgarinnar snertir fjölmörg málefni þ.á m. jafnréttismál, innflytjendamál, málefni fatlaðra, réttindi samkynhneigðra o.fl. Því má segja að verkefnin sem falla undir umrædda stefnu varði mjög hagsmuni minnihlutahópa borgarbúa. Það var augljóst frá upphafi að mannréttindastjóri gat ekki einn sinnt öllum verkefnunum og síðasta vetur var ákveðið að bæta skyldi þremur starfsmönnum við á skrifstofuna. Skömmu eftir þessa ákvörðun kom núverandi borgarstjóri til starfa. Hann virðist fremur hafa hagræðingu í borgarkerfinu í huga en mikilvægi þess að hafa virka framkvæmd á mannréttindastefnunni, sem hans eigin flokkur samþykkti fyrir tveimur árum, stefnu sem á að tryggja mannréttindi sem flestra borgarbúa. Mér þykir mjög leitt að mannréttindastjóri gafst upp í aðstæðunum og sagði starfi sínu lausu. Tímabundinn mannréttindastjóri var ráðinn loksins 6. maí, en ekki þrír starfsmenn sem áttu að bætast við. Það er vissulega mikilvægt að hver borgarstjórnarflokkur ræði þetta mál í sínum hópi og sjálfur er ég ekki hlutlaus þegar kemur að flokkspólitík. En fyrir utan það langar mig að leggja sérstaka áherslu á eitt í þessu sambandi: „Hagsmunir okkar minnihlutahópa í borginni eru ekki boltinn í leik sem borgarfulltrúarnir spila!“ Það gerist gjarnan að íhaldssinnaður meirihluti reynir að skera niður fjármagn til málefna minnihlutahópa, t.d. innflytjenda. Ein af ástæðum þess er kannski sú staðreynd að innflytjendur eða fólk í öðrum minnihlutahópum á enga sterka rödd í borgarstjórn sem stendur vörð um þessi mikilvægu málefni. En einmitt vegna þeirrar staðreyndar, að minnihlutahópar eiga ekki sterka rödd í Ráðhúsi Reykjavíkur, eiga þá borgarfulltrúarnir ekki að hlusta á rödd okkar sérstaklega og heyra okkar sjónarmið? Eiga borgarfulltrúar ekki að minnast þess að þeir eru einnig fulltrúar minnihlutahópa? Mannréttindastefna borgarinnar var samþykkt til þess að tryggja meira jafnrétti meðal allra borgarbúa. Mannréttindaskrifstofan var stofnuð til þess að þessi trygging réttinda væri í hávegum höfð meðal borgarbúa. Það var rétt leið og sú besta, a.m.k. þangað til önnur betri hugmynd mótast og tekur yfir verkefni Mannréttindaskrifstofunnar. Nú er borgarstjórinn ekki tilbúinn að halda áfram á þeirri braut sem áður var samþykkt en hefur heldur ekki sýnt fram á hvað taki við. Slíkt er ekki breyting á stefnu, heldur er það ekkert annað en afturför frá því sem verið hefur. Höfundur er prestur og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar var samþykkt af öllum flokkum í borgarstjórn árið 2006. Í framhaldi af því var mannréttindastjóri ráðinn og Mannréttindaskrifstofa borgarinnar stofnuð til þess að sinna framkvæmd samþykktrar stefnu í mannréttindamálum. Mannréttindastefna borgarinnar snertir fjölmörg málefni þ.á m. jafnréttismál, innflytjendamál, málefni fatlaðra, réttindi samkynhneigðra o.fl. Því má segja að verkefnin sem falla undir umrædda stefnu varði mjög hagsmuni minnihlutahópa borgarbúa. Það var augljóst frá upphafi að mannréttindastjóri gat ekki einn sinnt öllum verkefnunum og síðasta vetur var ákveðið að bæta skyldi þremur starfsmönnum við á skrifstofuna. Skömmu eftir þessa ákvörðun kom núverandi borgarstjóri til starfa. Hann virðist fremur hafa hagræðingu í borgarkerfinu í huga en mikilvægi þess að hafa virka framkvæmd á mannréttindastefnunni, sem hans eigin flokkur samþykkti fyrir tveimur árum, stefnu sem á að tryggja mannréttindi sem flestra borgarbúa. Mér þykir mjög leitt að mannréttindastjóri gafst upp í aðstæðunum og sagði starfi sínu lausu. Tímabundinn mannréttindastjóri var ráðinn loksins 6. maí, en ekki þrír starfsmenn sem áttu að bætast við. Það er vissulega mikilvægt að hver borgarstjórnarflokkur ræði þetta mál í sínum hópi og sjálfur er ég ekki hlutlaus þegar kemur að flokkspólitík. En fyrir utan það langar mig að leggja sérstaka áherslu á eitt í þessu sambandi: „Hagsmunir okkar minnihlutahópa í borginni eru ekki boltinn í leik sem borgarfulltrúarnir spila!“ Það gerist gjarnan að íhaldssinnaður meirihluti reynir að skera niður fjármagn til málefna minnihlutahópa, t.d. innflytjenda. Ein af ástæðum þess er kannski sú staðreynd að innflytjendur eða fólk í öðrum minnihlutahópum á enga sterka rödd í borgarstjórn sem stendur vörð um þessi mikilvægu málefni. En einmitt vegna þeirrar staðreyndar, að minnihlutahópar eiga ekki sterka rödd í Ráðhúsi Reykjavíkur, eiga þá borgarfulltrúarnir ekki að hlusta á rödd okkar sérstaklega og heyra okkar sjónarmið? Eiga borgarfulltrúar ekki að minnast þess að þeir eru einnig fulltrúar minnihlutahópa? Mannréttindastefna borgarinnar var samþykkt til þess að tryggja meira jafnrétti meðal allra borgarbúa. Mannréttindaskrifstofan var stofnuð til þess að þessi trygging réttinda væri í hávegum höfð meðal borgarbúa. Það var rétt leið og sú besta, a.m.k. þangað til önnur betri hugmynd mótast og tekur yfir verkefni Mannréttindaskrifstofunnar. Nú er borgarstjórinn ekki tilbúinn að halda áfram á þeirri braut sem áður var samþykkt en hefur heldur ekki sýnt fram á hvað taki við. Slíkt er ekki breyting á stefnu, heldur er það ekkert annað en afturför frá því sem verið hefur. Höfundur er prestur og stjórnmálafræðingur.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun