Innlent

Sigrún Elsa tekur undir með starfsmönnum OR

Andri Ólafsson skrifar
Sigrún Elsa Smáradóttir
Sigrún Elsa Smáradóttir

Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn Orkuveitu Reykjvíkur tekur undir áhyggjur starfsmannafélagsins af stöðu mála í fyrirtækinu.

"Mér sýnist að fólki ofbjóði að forstjóri Orkuveitunnar skuli vera látinn axla ábyrgð á REI klúðrinu. Það mál á rætur sínar að rekja til ósamlyndis og rangra ákvarðanna í borgarfulltrúahóp Sjálfstæðisflokksins," segir Sigrún.

Sigrún segist einnig sammála þeirri gagnrýni starfsmannafélagsins að skortur sé á upplýsingagjöf til starfsmanna.

"Við fulltrúar minnihlutans í stjórn Orkuveitunnar áttum okkur ekki á því hvert er verið að fara með þetta fyrirtæki og við höfum af því þungar áhyggjur.


Tengdar fréttir

Nauðsynlegt að láta Guðmund fara

Ásta Þorleifsdóttir, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, segir að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli Guðmundar Þóroddsonar og stjórnar Orkuveitu Reykjvíkur, því hafi það verið nauðsynlegt að hann léti af störfum sem forstjóri Orkuveitunnar.

Starfsmenn OR átelja stjórnina

Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur samþykktu í dag harðorða ályktun þar sem vinnubrögð stjórnar Orkuveitunnar eru gagnrýnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×