Hamborgarhryggur með fíkjuhjúp 21. febrúar 2008 00:01 Eldunartími: 2 klst Fjöldi matargesta: 4 Hamborgarhryggur með fíkjuhjúp Matreiðsla: Setjið hrygginn yfir til suðu ásamt grænmetinu, suðan má vera allt að klukkutíma að koma upp. Látið sjóða í 40 mínútur þangað til að suðan sé rétt undir suðumarki. Leggið fíkjurnar í bleyti í heitt vatn, skerið smátt og maukið í blandara ásamt sinnepinu, hunanginu og edikinu. Smyrjið blöndunni ofan á hrygginn eftir að hann hefur verið færður upp úr vatninu og setjið í ofn í 10-15 mín á 180°C. Sósan: Lagið sósuna úr soðinu í pottinum með því að mæla hálfan lítra af soðinu og þykkja það með 50g af smjörbollu og bæta í 2 dl af rjóma og 1 dl af rauðvíni. Smakkist til með rifsberjahlaupi og kjötkrafti. Ef soðið er of salt á bragðið þarf að þynna það með vatni og bæta í kjötkrafti á móti. Framreiðsla: Hefðbundið meðlæti með hamborgarhrygg er rauðkál, sykurbrúnaðar kartöflur ásamt eplasalati. 1.6 kg hamborgarhryggur 4 stk fíkjur þurrkaðar 2 msk Sætt sinnep 1 msk hunang 1 msk Balsamic edik 0.5 stk laukur 1 stk gulrætur 4 stk negulnaglar 1 stk Sellerístilkur 2 stk lárviðarlauf 0.5 tsk. timjan Uppskrift af Nóatún.is Hamborgarhryggur Jólamatur Svínakjöt Uppskriftir Uppskriftir Nóatúns Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið
Eldunartími: 2 klst Fjöldi matargesta: 4 Hamborgarhryggur með fíkjuhjúp Matreiðsla: Setjið hrygginn yfir til suðu ásamt grænmetinu, suðan má vera allt að klukkutíma að koma upp. Látið sjóða í 40 mínútur þangað til að suðan sé rétt undir suðumarki. Leggið fíkjurnar í bleyti í heitt vatn, skerið smátt og maukið í blandara ásamt sinnepinu, hunanginu og edikinu. Smyrjið blöndunni ofan á hrygginn eftir að hann hefur verið færður upp úr vatninu og setjið í ofn í 10-15 mín á 180°C. Sósan: Lagið sósuna úr soðinu í pottinum með því að mæla hálfan lítra af soðinu og þykkja það með 50g af smjörbollu og bæta í 2 dl af rjóma og 1 dl af rauðvíni. Smakkist til með rifsberjahlaupi og kjötkrafti. Ef soðið er of salt á bragðið þarf að þynna það með vatni og bæta í kjötkrafti á móti. Framreiðsla: Hefðbundið meðlæti með hamborgarhrygg er rauðkál, sykurbrúnaðar kartöflur ásamt eplasalati. 1.6 kg hamborgarhryggur 4 stk fíkjur þurrkaðar 2 msk Sætt sinnep 1 msk hunang 1 msk Balsamic edik 0.5 stk laukur 1 stk gulrætur 4 stk negulnaglar 1 stk Sellerístilkur 2 stk lárviðarlauf 0.5 tsk. timjan Uppskrift af Nóatún.is
Hamborgarhryggur Jólamatur Svínakjöt Uppskriftir Uppskriftir Nóatúns Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið