Innlent

Þriggja mánaða fangelsi fyrir fjölmörg brot

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 43 ára karlman í þriggja mánaða fangelsi fyrir ýmis brot á síðasta og þarsíðasta ári.

Maðurinn notaði meðal annars debetkort annars manns og sveik út vörur og þjónstu fyrir yfir 300 þúsund krónur, stal mat og var gripinnn með fíkniefni.

Maðurinn játaði brotin öll en hann á að baki nærri þriggja áratuga sakaferil með mislöngum hléum. Með hlisðjón af sakaferlinum, aldri mannins og játningu þótti þriggja mánaða dómur hæfileg refsing. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða nokkrum aðilum samtals um 150 þúsund krónur í bætur vegna brota sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×