Fjármálaeftirlitin vildu Icesave í dóttufélag 18. október 2008 12:16 Bæði breska og íslenska fjármálaeftirlitið vildu að Icesave-reikningar Landsbankans í Bretlandi yrðu færðir í sérstakt dótturfélag í stað þess að það væri útibú bankans hér á landi. Þetta kom fram í máli Halldórs J. Kristjánssonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, í Markaðnum á Stöð 2 í morgun. Halldór fór yfir málefni Icesave sem er mikið bitbein milli Íslendinga og Breta þessa dagana. Óttast menn að mörg hundruð milljarðar króna lendi á íslenska ríkinu vegna þeirra. Halldór er sagður hugmyndafræðingurinn á bak við þá reikninga. Hann sagði að Landsbankinn hefði hafið töku innlána í Bretlandi árið 2003. Þá hefði hann verið með jafnræði milli innlána og útlána í banka sínum, Heritable. Árið 2006 hafi íslenska bankakerfið svo gengið í gegnum erfiðleika vegna gagnrýni að utan. Þá hafi Landsbankamenn farið í endurskoðun á sinni starfsemi og tekið þá ákvörðun að þeir þyrftu að vera minna háðir lánum á alþjóðamörkuðum en að besta leiðin til að styrkja stöðuna væri að hefja töku innlána. Sú stefnumörkun hafi verið skynsamleg fyrir íslensku bankana. Þegar lausafjárkreppan hefði hafið innreið sína mætti segja að áhrif hennar hafi orðið meiri hér vegna þess að einum bankanna hefði ekki tekist að tryggja sér nægilegt langtímafjármagn í gegnum innlán. Hann væri þó ekki að ásaka neinn. Halldór fór yfir samskipti bankans við íslenska og breska fjármálaeftirlitið vegna Icesave. Sagði hann að í mars á þessu ári hefðu ákveðnir aðilar reynt að skortselja íslensku banakana en þeir hefðu hrundið því áhlaupi. Í kjölfar þess hefði verið rætt við yfirvöld í Bretlandi sem hefðu farið fram á það að bankinn gripi til aðgerða til að styrkja stöðu sína. Varð það að niðurstöðu að hann myndi leggja meira lausafé í starfsemi Icesave auk þess sem bankinn myndi ekki markaðssetja reikninginn af krafti heldur minnka innistæður og draga þannig úr áhættu. Sagði Halldór að reikningurinn hefði verið 20 prósent lægri í lokin en þegar hann hefði verið mestur. Breska fjármálaeftirlitið hefði svo í júlí farið fram á það að stofnað yrði dótturfélag um Icesave-reikninginn í Bretlandi. Eftirlitið hefði framkvæmt reglubundna úttekt á bæði Icesave og Heritable-bankanum í sumar. Engar athugasemdir hefðu borist nema þær að passa ætti upp á lausafjárstýringu samstæðunnar. Halldór sagði að Landsbankamenn hefðu viljað gera Icesave að dótturfélagi í tveimur skrefum en ekki hefði náðst samkomulag um málið í tæka tíð. Þá sagði Halldór að íslenska fjármálaeftirlitð hefði fylgst með þróun mála og hvatt til þess að stofnað yrði dótturfélag vegna Icesave. Enn fremur sagði Halldór að um mánaðamótin september/október hefði breska fjármálaeftirlitð boðið upp á flýtileið vegna Icesave en það hefði ekki náðst. Þá kom fram í Markaðnum í morgun í máli Jóns Þórs Sturlusonar, aðstoðarmanns Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra, að málefni Icesave hefðu verið rædd á fundi hans og Alistairs Darling fjármálaráðherra í Bretlandi í byrjun september. Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Bæði breska og íslenska fjármálaeftirlitið vildu að Icesave-reikningar Landsbankans í Bretlandi yrðu færðir í sérstakt dótturfélag í stað þess að það væri útibú bankans hér á landi. Þetta kom fram í máli Halldórs J. Kristjánssonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, í Markaðnum á Stöð 2 í morgun. Halldór fór yfir málefni Icesave sem er mikið bitbein milli Íslendinga og Breta þessa dagana. Óttast menn að mörg hundruð milljarðar króna lendi á íslenska ríkinu vegna þeirra. Halldór er sagður hugmyndafræðingurinn á bak við þá reikninga. Hann sagði að Landsbankinn hefði hafið töku innlána í Bretlandi árið 2003. Þá hefði hann verið með jafnræði milli innlána og útlána í banka sínum, Heritable. Árið 2006 hafi íslenska bankakerfið svo gengið í gegnum erfiðleika vegna gagnrýni að utan. Þá hafi Landsbankamenn farið í endurskoðun á sinni starfsemi og tekið þá ákvörðun að þeir þyrftu að vera minna háðir lánum á alþjóðamörkuðum en að besta leiðin til að styrkja stöðuna væri að hefja töku innlána. Sú stefnumörkun hafi verið skynsamleg fyrir íslensku bankana. Þegar lausafjárkreppan hefði hafið innreið sína mætti segja að áhrif hennar hafi orðið meiri hér vegna þess að einum bankanna hefði ekki tekist að tryggja sér nægilegt langtímafjármagn í gegnum innlán. Hann væri þó ekki að ásaka neinn. Halldór fór yfir samskipti bankans við íslenska og breska fjármálaeftirlitið vegna Icesave. Sagði hann að í mars á þessu ári hefðu ákveðnir aðilar reynt að skortselja íslensku banakana en þeir hefðu hrundið því áhlaupi. Í kjölfar þess hefði verið rætt við yfirvöld í Bretlandi sem hefðu farið fram á það að bankinn gripi til aðgerða til að styrkja stöðu sína. Varð það að niðurstöðu að hann myndi leggja meira lausafé í starfsemi Icesave auk þess sem bankinn myndi ekki markaðssetja reikninginn af krafti heldur minnka innistæður og draga þannig úr áhættu. Sagði Halldór að reikningurinn hefði verið 20 prósent lægri í lokin en þegar hann hefði verið mestur. Breska fjármálaeftirlitið hefði svo í júlí farið fram á það að stofnað yrði dótturfélag um Icesave-reikninginn í Bretlandi. Eftirlitið hefði framkvæmt reglubundna úttekt á bæði Icesave og Heritable-bankanum í sumar. Engar athugasemdir hefðu borist nema þær að passa ætti upp á lausafjárstýringu samstæðunnar. Halldór sagði að Landsbankamenn hefðu viljað gera Icesave að dótturfélagi í tveimur skrefum en ekki hefði náðst samkomulag um málið í tæka tíð. Þá sagði Halldór að íslenska fjármálaeftirlitð hefði fylgst með þróun mála og hvatt til þess að stofnað yrði dótturfélag vegna Icesave. Enn fremur sagði Halldór að um mánaðamótin september/október hefði breska fjármálaeftirlitð boðið upp á flýtileið vegna Icesave en það hefði ekki náðst. Þá kom fram í Markaðnum í morgun í máli Jóns Þórs Sturlusonar, aðstoðarmanns Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra, að málefni Icesave hefðu verið rædd á fundi hans og Alistairs Darling fjármálaráðherra í Bretlandi í byrjun september.
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira