Innlent

Neðanjarðarlest betri kostur

Dýr göng og lestarkerfi gætu þýtt að ríkið tæki upp vegatolla. Verkfræðingar í Háskóla Íslands vilja hins vegar sjá alvöru skoðun á lagningu neðanjarðarlesta

Umræðan um lestir til Íslands er lífseig en enn sprelllifandi hjá ráðamönnum á þingi og í borginni.

Fjórtán hafa nú sent samgöngunefnd alþingis umsögn um hagkvæmniathugun á lest til Keflavíkur og léttlestum í borginni. Þeirra á meðal er svokallaður metróhópur í verkfræðideild Háskóla íslands sem vilja líka skoða möguleikann á neðanjarðarlestarkerfi sem þeir telja umhverfisvænt, bílvænt og spari dýrar framkvæmdir eins og mislæg gatnamót.

Léttlestirnar, segir hópurinn, hafa harla lítið umfram strætó, og ef léttlestir slægju ekki í gegn, væri fjárfestingin glatað fé.

Hægt er að reikna út hvar skynsamlegast er að setja niður metróstöðvar. En hinn stóri vinnustaður Landspítalinn í þröngum Þingholtunum væri nokkuð augljós kostur. Segjum að í fyrsta áfanga yrði lögð leið frá Landspítala í beinni línu upp í Mjódd. Talið er að hver metróstöð kosti um milljarð og hver kílómetri 3 milljarða. Loftlínan frá Landspítala í Mjódd er 5,26 km. Þessi leggur gæti því kostað tæpa 18 milljarða. Til samanburðar er áætlað að Sundagöngin kosti 23 milljarða.

Þetta kom fram á Stöð 2 í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×