Mississippi-fljótið flæðir nú yfir bakka sína og hleypur tjónið á ökrum Miðvesturríkja Bandaríkjanna á milljörðum dollara.
Flóðin eru að sögn kunnugra þau mestu á svæðinu í 15 ár og eru sjálfboðaliðar í óða önn að hlaða sandpokum meðfram fljótinu til að draga úr tjóni. Flóðin koma í kjölfar mikilla rigninga í síðustu viku og hafa tugþúsundir íbúa svæðisins neyðst til að yfirgefa heimili sín.