Viðskipti innlent

Segir Glitni í samningum við Evrópska seðlabankann

Viðskiptablaðið Financial Times segir á vefsíðu sinni í dag að Glitnir sé í samningaviðræðum við Evrópska Seðlabankann (ECB) um lánafyrirgreiðslu. Upphæðar er ekki getið.

Raunar fjallar greinin í Financial Times um það að ECB taki oft við ótraustari skuldabréfum/tryggingum gegn lánveitingum sínum en aðrir seðlabankar í heiminum og að það sé áhyggjuefni að mati seðlabankastjórans í Luxemborg.

Lántöku Glitnis er getið í einni málsgrein og er hún tekin sem dæmi um framangreint ásamt svipuðum samningum sem Lehman Brothers sé að gera við ECB.

Már Másson upplýsingafulltrúi Glitnis segir að hann geti ekki tjáð sig um einstaka samninga á vegum Glitnis. "Við erum hinsvegar alltaf að vinna að verkefnum sem tengjast framtíðarfjármögnun bankans," segir Már í samtali við Vísir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×