SVEIT þarf að greiða milljón á dag þar til gögn eru afhent Atli Ísleifsson skrifar 12. júní 2025 06:56 Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins og Einar Bárðarson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT). Einar tók við framkvæmdastjórastöðunni hjá SVEIT í síðasta mánuði. Vísir/Arnar/Vilhelm Samkeppniseftirlitið hefur lagt dagsektir á Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) vegna brota samtakanna á lagaskyldu til þess að afhenda eftirlitinu gögn. Dagsektirnar eru lagðar á til þess að knýja á um að SVEIT fari að samkeppnislögum og afhendi umkrafin gögn. SVEIT hefur kært álagninguna. Frá þessu segir á vef Samkeppniseftirlitsins. Þar kemur fram að það sé niðurstaða eftirlitsins að SVEIT hafi vanrækt ótvíræða lagaskyldu um afhendingu gagna og brotið þar með gegn 19. gr. samkeppnislaga. SVEIT er gert að greiða dagsektir að fjárhæð einni milljón króna á dag þar til umbeðin gögn hafa verið afhent Samkeppniseftirlitinu. Kjarasamningur talinn brjóta gegn samkeppnislögum Málið snýr að því að í mars síðastliðnum hafi Samkeppniseftirlitinu borist kvörtun frá Alþýðusambandi Íslands, Eflingu og Starfsgreinasambandi Íslands vegna „ólögmæts verðsamráðs fyrirtækja á veitingamarkaði og ólögmæts verðsamráðs innan Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði“. Var því haldið fram að gerð SVEIT á einhliða kjarasamningi við félagið Virðingu, þar sem kveðið væri á um launakjör á veitingamarkaði, hafi farið gegn samkeppnislögum. „Í kvörtuninni er rökstutt að félagið Virðing sé „gervistéttarfélag“ og jafnframt að undanþága 2. mgr. 2. gr. samkeppnislaga frá gildissviði laganna vegna „launa eða annarra starfskjara launþega samkvæmt kjarasamningum“ eigi ekki við. Samkeppniseftirlitið ákvað að hefja rannsókn og óskaði eftir gögnum frá SVEIT, tilteknum aðildarfyrirtækjum SVEIT og Virðingu. Gögn hafa borist frá Virðingu og aðildarfyrirtækjum SVEIT sem gagnabeiðni var beint til. Sveit hafnar afhendingu gagna og kemur þannig í veg fyrir rannsókn SVEIT hefur hins vegar ítrekað hafnað kröfu Samkeppniseftirlitsins um afhendingu gagna. Hafa samtökin krafist þess að rannsókn Samkeppniseftirlitsins á ætluðum brotum á samkeppnislögum verði felld niður. Til stuðnings þessu er m.a. staðhæft að Samkeppniseftirlitið hafi „engar heimildir til að hefja rannsókn vegna stofnunar stéttarfélags, aðdraganda kjarasamningsgerðar, efnis kjarasamnings eða gildi hans, sbr. 1. og 2. gr. samkeppnislaga.“ Dagsektarákvörðunin Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um dagsektir er bent á að undanþága 2. mgr. 2. gr. samkeppnislaga frá gildissviði laganna vegna launa eða annarra starfskjara launþega samkvæmt kjarasamningum sé í samkeppnisrétti háð tilteknum skilyrðum. Ef viðkomandi samningur uppfyllir ekki þau skilyrði og telst því ekki kjarasamningur í skilningi samkeppnisréttarins getur hann falið í sér ólögmætt samráð viðkomandi fyrirtækja og samtaka þeirra um laun launþega (e. wage fixing). Slík brot fara gegn 10. gr. samkeppnislaga, sbr. 12. gr. laganna, og teljast að jafnaði alvarleg og til þess fallin að valda tjóni. Rannsókn samkeppnisyfirvalda í málum af þessum toga felst m.a. í því að leggja mat á hvort um raunverulegan kjarasamning sé að ræða eða ekki. Ákvæði 19. gr. samkeppnislaga veita Samkeppniseftirlitinu ríkar heimildir til þess að kalla eftir öllum nauðsynlegum gögnum í þágu rannsóknar málsins,“ segir í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins. SVEIT hefur kært álagningu dagsektanna. SVEIT segist telja að málið eigi ekki heima á borði eftirlitsins. Þar að auki telur SVEIT að stéttarfélögin, þar með talið Efling, geti ekki átt aðild að málinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Einari Bárðarsyni framkvæmdastjóra SVEIT. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá SVEIT. Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Veitingastaðir Kjaramál Samkeppnismál Stéttarfélög Tengdar fréttir Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn á meintum samkeppnisbrotum veitingafyrirtækja og innan Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði tengt kjarasamningsgerð við stéttarfélagið Virðingu. Formaður Eflingar fagnar rannsókninni. Framkvæmdastjóri Virðingar segir gott að hreinsa málið og fá jákvæða niðurstöðu eftirlitsins. 11. apríl 2025 12:33 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Vill hjálpa fólki að láta fyrirtækjadrauminn rætast Samstarf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Frá þessu segir á vef Samkeppniseftirlitsins. Þar kemur fram að það sé niðurstaða eftirlitsins að SVEIT hafi vanrækt ótvíræða lagaskyldu um afhendingu gagna og brotið þar með gegn 19. gr. samkeppnislaga. SVEIT er gert að greiða dagsektir að fjárhæð einni milljón króna á dag þar til umbeðin gögn hafa verið afhent Samkeppniseftirlitinu. Kjarasamningur talinn brjóta gegn samkeppnislögum Málið snýr að því að í mars síðastliðnum hafi Samkeppniseftirlitinu borist kvörtun frá Alþýðusambandi Íslands, Eflingu og Starfsgreinasambandi Íslands vegna „ólögmæts verðsamráðs fyrirtækja á veitingamarkaði og ólögmæts verðsamráðs innan Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði“. Var því haldið fram að gerð SVEIT á einhliða kjarasamningi við félagið Virðingu, þar sem kveðið væri á um launakjör á veitingamarkaði, hafi farið gegn samkeppnislögum. „Í kvörtuninni er rökstutt að félagið Virðing sé „gervistéttarfélag“ og jafnframt að undanþága 2. mgr. 2. gr. samkeppnislaga frá gildissviði laganna vegna „launa eða annarra starfskjara launþega samkvæmt kjarasamningum“ eigi ekki við. Samkeppniseftirlitið ákvað að hefja rannsókn og óskaði eftir gögnum frá SVEIT, tilteknum aðildarfyrirtækjum SVEIT og Virðingu. Gögn hafa borist frá Virðingu og aðildarfyrirtækjum SVEIT sem gagnabeiðni var beint til. Sveit hafnar afhendingu gagna og kemur þannig í veg fyrir rannsókn SVEIT hefur hins vegar ítrekað hafnað kröfu Samkeppniseftirlitsins um afhendingu gagna. Hafa samtökin krafist þess að rannsókn Samkeppniseftirlitsins á ætluðum brotum á samkeppnislögum verði felld niður. Til stuðnings þessu er m.a. staðhæft að Samkeppniseftirlitið hafi „engar heimildir til að hefja rannsókn vegna stofnunar stéttarfélags, aðdraganda kjarasamningsgerðar, efnis kjarasamnings eða gildi hans, sbr. 1. og 2. gr. samkeppnislaga.“ Dagsektarákvörðunin Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um dagsektir er bent á að undanþága 2. mgr. 2. gr. samkeppnislaga frá gildissviði laganna vegna launa eða annarra starfskjara launþega samkvæmt kjarasamningum sé í samkeppnisrétti háð tilteknum skilyrðum. Ef viðkomandi samningur uppfyllir ekki þau skilyrði og telst því ekki kjarasamningur í skilningi samkeppnisréttarins getur hann falið í sér ólögmætt samráð viðkomandi fyrirtækja og samtaka þeirra um laun launþega (e. wage fixing). Slík brot fara gegn 10. gr. samkeppnislaga, sbr. 12. gr. laganna, og teljast að jafnaði alvarleg og til þess fallin að valda tjóni. Rannsókn samkeppnisyfirvalda í málum af þessum toga felst m.a. í því að leggja mat á hvort um raunverulegan kjarasamning sé að ræða eða ekki. Ákvæði 19. gr. samkeppnislaga veita Samkeppniseftirlitinu ríkar heimildir til þess að kalla eftir öllum nauðsynlegum gögnum í þágu rannsóknar málsins,“ segir í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins. SVEIT hefur kært álagningu dagsektanna. SVEIT segist telja að málið eigi ekki heima á borði eftirlitsins. Þar að auki telur SVEIT að stéttarfélögin, þar með talið Efling, geti ekki átt aðild að málinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Einari Bárðarsyni framkvæmdastjóra SVEIT. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá SVEIT.
Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Veitingastaðir Kjaramál Samkeppnismál Stéttarfélög Tengdar fréttir Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn á meintum samkeppnisbrotum veitingafyrirtækja og innan Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði tengt kjarasamningsgerð við stéttarfélagið Virðingu. Formaður Eflingar fagnar rannsókninni. Framkvæmdastjóri Virðingar segir gott að hreinsa málið og fá jákvæða niðurstöðu eftirlitsins. 11. apríl 2025 12:33 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Vill hjálpa fólki að láta fyrirtækjadrauminn rætast Samstarf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn á meintum samkeppnisbrotum veitingafyrirtækja og innan Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði tengt kjarasamningsgerð við stéttarfélagið Virðingu. Formaður Eflingar fagnar rannsókninni. Framkvæmdastjóri Virðingar segir gott að hreinsa málið og fá jákvæða niðurstöðu eftirlitsins. 11. apríl 2025 12:33