Skúli og félagar aftur sýknaðir af milljarðakröfum Árni Sæberg skrifar 12. júní 2025 16:05 Skúli Mogensen árið 2019, rétt áður en Wow air fór á hausinn. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen og aðrir stjórnarmenn Wow air hafa verið sýknaðir af öllum kröfum þátttakenda í skuldafjárútboði Wow air rétt fyrir fall félagsins. Þátttakendurnir kröfust ríflega 2,6 milljarða króna í skaðabætur. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í dag, segir að ellefu þátttakendur í skuldabréfaútboðinu hafi höfðað mál í maí árið 2022 á hendur þeim Skúla, Liv Bergþórsdóttur, Helgu Hlín Hákonardóttur, Davíð Mássyni, og dánarbúi Basils Bens Baldanza. Þau hafi öll verið stjórnarmenn í Wow air og Skúli þar að auki forstjóri og eini eigandi félagsins. Þá hafi fimm erlendum tryggingarfélögum verið stefnt til réttargæslu. Þeim hefur áður verið stefnt til greiðslu hárra fjárhæða en verið sýknuð. Stefnendur séu fjárfestar sem tóku þátt í skuldabréfaútboði WOWair hf., sem efnt hafi verið til af hálfu félagsins í ágúst 2018 og lokið 21. september sama ár. Þeir hafi krafist alls 18,3 milljóna evra, eða um það bil 2,6 milljarða króna. Töldu sig hafa fengið rangar upplýsingar Í dóminum segir að stefnendur hafi byggt málatilbúnað sinn um saknæma og ólögmæta háttsemi stefndu einkum á þríþættum grunni, í fyrsta lagi að stefndu hafi borið ábyrgð á því að stefnendum hafi verið veittar rangar og misvísandi upplýsingar um WOWair hf. í aðdraganda skuldabréfaútboðsins, þar með talið í fjárfestakynningu, og til þess vísað að upplýsingar um vanskil hafi ekki verið réttilega tilgreindar í kynningunni. Síðan hafi verið byggt á því að stefndu beri ábyrgð á því að brotið hafi verið gegn skilmálum útboðsins og lagt ranglega til grundvallar að lágmarksþátttaka hafi náðst þegar raunin hafi verið önnur þar sem þrír bjóðendur hafi skilyrt tilboð sín þannig að í raun hafi kaup þeirra á skuldabréfum ekki gagnast WOWair hf. á neinn hátt. Þá hafi upplýsingar um eigið fé félagsins verið settar fram með villandi eða röngum hætti og í þeim efnum byggt á því að um hafi verið að ræða verulegt ofmat á virði félagsins Cargo Express ehf. sem WOWair hf. hafi keypt 60 prósenta hlut í af Títan Fjárfestingafélagi ehf, móðurfélagi Wow air. Loks hafi stefnendur vísað til þess að WOWair hf. hafi í miklum mæli látið skuldir safnast upp við móðurfélag sitt og slíkum skammtímaskuldum verið umbreytt í hlutafé án þess að raunverulegar kröfur hafi legið þar að baki, í því skyni að styrkja bókfært eigið fé félagsins. Í þeim efnum hafi verið vísað til viðskipta með fjórar flugvélar, TF-DAD, TF-MOM, TF-SON og TF-KID. Fyrir liggi jafnframt að tilskildu eigin fé eftir útboðið hefði ekki verið náð og fjármunir hefðu ekki verið til reiðu á bankareikningum félagsins á fyrsta gjalddaga vaxta í desember 2018, þrátt fyrir ákvæði skuldabréfaútgáfunnar þar að lútandi. Stefnendur hafi byggt á því með vísan til framangreinds að þeir hefðu ekki tekið þátt í útboðinu ef þeir hefðu fengið réttar og fullnægjandi upplýsingar um WOWair hf. og stöðu þess og hefðu því ekki orðið fyrir tjóni sem nam fjárfestingu þeirra. Máttu trúa því að félagið myndi lifa Í niðurstöðukafla dómsins segir að á grundvelli samantektar á framgöngu stjórnar hafi því verið slegið föstu að stefndu sem stjórnarmenn hafi mátt líta svo á að líkur væri á að aðkoma fjárfesta, meðal annars Icelandair, væri raunhæf í aðdraganda gjaldþrots Wow og fjármunir þeir sem fyrirhugað væri að veita til rekstursins hefðu nægt til að forða félaginu frá yfirvofandi gjaldþroti. Þetta hafi þegar komið fram í fyrri dómum tengdum falli Wow air, sem hafi fullt sönnunargildi í málinu. Með vísan til þessara dóma og frekari umfjöllunar í dóminum hafi því verið hafnað að rök hafi staðið til að gefa WOWair hf. upp til gjaldþrotaskipta fyrr en það var gert. Samkvæmt öllu því sem rakið var í dóminum og lýtur bæði að þeim atvikum sem stefnendur vísuðu til og aðgæsluskyldu fjárfestanna sem sérfróðra aðila á skuldabréfamarkaði, hafi því verið hafnað að orsakasamband sé á milli háttsemi stjórnarmannanna og tjóns fjárfestanna þannig að það geti varðað stefndu skaðabótaskyldu, hvorki af gáleysi né ásetningi. Þau væru því sýknuð af öllum kröfum stefnenda. Stefnendur voru dæmdur til að greiða Skúla og félögum alls 28 milljónir króna í málskostnað. WOW Air Gjaldþrot Dómsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Máli skuldabréfaeigenda gegn stjórnendum WOW air ekki vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað frávísunarkröfum Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra og eiganda WOW air, og stjórnarmanna flugfélagsins vegna máls sem var höfðað af hópi skuldabréfaeigenda. Ekki var fallist á að vísa málinu frá dómi vegna ákvæðis í skuldabréfunum um að ágreiningur um tiltekna þætti útboðsins félli undir lögsögu sænskra dómstóla. 20. apríl 2023 12:11 Tvö ár frá falli WOW Air: „Við gleymdum okkur í velgengninni“ „Ég á erfitt með að trúa því að þegar séu liðin tvö ár frá því að WOW air flaug sitt síðasta flug og ég þurfti að horfast í augu við þá staðreynd að þessu ótrúlega ævintýri væri lokið,“ svona hefst færsla Skúla Mogensen, eigandi hins fallna flugfélags WOW air, sem hann birti á Facebook í kvöld. 28. mars 2021 21:37 Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í dag, segir að ellefu þátttakendur í skuldabréfaútboðinu hafi höfðað mál í maí árið 2022 á hendur þeim Skúla, Liv Bergþórsdóttur, Helgu Hlín Hákonardóttur, Davíð Mássyni, og dánarbúi Basils Bens Baldanza. Þau hafi öll verið stjórnarmenn í Wow air og Skúli þar að auki forstjóri og eini eigandi félagsins. Þá hafi fimm erlendum tryggingarfélögum verið stefnt til réttargæslu. Þeim hefur áður verið stefnt til greiðslu hárra fjárhæða en verið sýknuð. Stefnendur séu fjárfestar sem tóku þátt í skuldabréfaútboði WOWair hf., sem efnt hafi verið til af hálfu félagsins í ágúst 2018 og lokið 21. september sama ár. Þeir hafi krafist alls 18,3 milljóna evra, eða um það bil 2,6 milljarða króna. Töldu sig hafa fengið rangar upplýsingar Í dóminum segir að stefnendur hafi byggt málatilbúnað sinn um saknæma og ólögmæta háttsemi stefndu einkum á þríþættum grunni, í fyrsta lagi að stefndu hafi borið ábyrgð á því að stefnendum hafi verið veittar rangar og misvísandi upplýsingar um WOWair hf. í aðdraganda skuldabréfaútboðsins, þar með talið í fjárfestakynningu, og til þess vísað að upplýsingar um vanskil hafi ekki verið réttilega tilgreindar í kynningunni. Síðan hafi verið byggt á því að stefndu beri ábyrgð á því að brotið hafi verið gegn skilmálum útboðsins og lagt ranglega til grundvallar að lágmarksþátttaka hafi náðst þegar raunin hafi verið önnur þar sem þrír bjóðendur hafi skilyrt tilboð sín þannig að í raun hafi kaup þeirra á skuldabréfum ekki gagnast WOWair hf. á neinn hátt. Þá hafi upplýsingar um eigið fé félagsins verið settar fram með villandi eða röngum hætti og í þeim efnum byggt á því að um hafi verið að ræða verulegt ofmat á virði félagsins Cargo Express ehf. sem WOWair hf. hafi keypt 60 prósenta hlut í af Títan Fjárfestingafélagi ehf, móðurfélagi Wow air. Loks hafi stefnendur vísað til þess að WOWair hf. hafi í miklum mæli látið skuldir safnast upp við móðurfélag sitt og slíkum skammtímaskuldum verið umbreytt í hlutafé án þess að raunverulegar kröfur hafi legið þar að baki, í því skyni að styrkja bókfært eigið fé félagsins. Í þeim efnum hafi verið vísað til viðskipta með fjórar flugvélar, TF-DAD, TF-MOM, TF-SON og TF-KID. Fyrir liggi jafnframt að tilskildu eigin fé eftir útboðið hefði ekki verið náð og fjármunir hefðu ekki verið til reiðu á bankareikningum félagsins á fyrsta gjalddaga vaxta í desember 2018, þrátt fyrir ákvæði skuldabréfaútgáfunnar þar að lútandi. Stefnendur hafi byggt á því með vísan til framangreinds að þeir hefðu ekki tekið þátt í útboðinu ef þeir hefðu fengið réttar og fullnægjandi upplýsingar um WOWair hf. og stöðu þess og hefðu því ekki orðið fyrir tjóni sem nam fjárfestingu þeirra. Máttu trúa því að félagið myndi lifa Í niðurstöðukafla dómsins segir að á grundvelli samantektar á framgöngu stjórnar hafi því verið slegið föstu að stefndu sem stjórnarmenn hafi mátt líta svo á að líkur væri á að aðkoma fjárfesta, meðal annars Icelandair, væri raunhæf í aðdraganda gjaldþrots Wow og fjármunir þeir sem fyrirhugað væri að veita til rekstursins hefðu nægt til að forða félaginu frá yfirvofandi gjaldþroti. Þetta hafi þegar komið fram í fyrri dómum tengdum falli Wow air, sem hafi fullt sönnunargildi í málinu. Með vísan til þessara dóma og frekari umfjöllunar í dóminum hafi því verið hafnað að rök hafi staðið til að gefa WOWair hf. upp til gjaldþrotaskipta fyrr en það var gert. Samkvæmt öllu því sem rakið var í dóminum og lýtur bæði að þeim atvikum sem stefnendur vísuðu til og aðgæsluskyldu fjárfestanna sem sérfróðra aðila á skuldabréfamarkaði, hafi því verið hafnað að orsakasamband sé á milli háttsemi stjórnarmannanna og tjóns fjárfestanna þannig að það geti varðað stefndu skaðabótaskyldu, hvorki af gáleysi né ásetningi. Þau væru því sýknuð af öllum kröfum stefnenda. Stefnendur voru dæmdur til að greiða Skúla og félögum alls 28 milljónir króna í málskostnað.
WOW Air Gjaldþrot Dómsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Máli skuldabréfaeigenda gegn stjórnendum WOW air ekki vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað frávísunarkröfum Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra og eiganda WOW air, og stjórnarmanna flugfélagsins vegna máls sem var höfðað af hópi skuldabréfaeigenda. Ekki var fallist á að vísa málinu frá dómi vegna ákvæðis í skuldabréfunum um að ágreiningur um tiltekna þætti útboðsins félli undir lögsögu sænskra dómstóla. 20. apríl 2023 12:11 Tvö ár frá falli WOW Air: „Við gleymdum okkur í velgengninni“ „Ég á erfitt með að trúa því að þegar séu liðin tvö ár frá því að WOW air flaug sitt síðasta flug og ég þurfti að horfast í augu við þá staðreynd að þessu ótrúlega ævintýri væri lokið,“ svona hefst færsla Skúla Mogensen, eigandi hins fallna flugfélags WOW air, sem hann birti á Facebook í kvöld. 28. mars 2021 21:37 Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Máli skuldabréfaeigenda gegn stjórnendum WOW air ekki vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað frávísunarkröfum Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra og eiganda WOW air, og stjórnarmanna flugfélagsins vegna máls sem var höfðað af hópi skuldabréfaeigenda. Ekki var fallist á að vísa málinu frá dómi vegna ákvæðis í skuldabréfunum um að ágreiningur um tiltekna þætti útboðsins félli undir lögsögu sænskra dómstóla. 20. apríl 2023 12:11
Tvö ár frá falli WOW Air: „Við gleymdum okkur í velgengninni“ „Ég á erfitt með að trúa því að þegar séu liðin tvö ár frá því að WOW air flaug sitt síðasta flug og ég þurfti að horfast í augu við þá staðreynd að þessu ótrúlega ævintýri væri lokið,“ svona hefst færsla Skúla Mogensen, eigandi hins fallna flugfélags WOW air, sem hann birti á Facebook í kvöld. 28. mars 2021 21:37