Segir ljóst að SVEIT hafi eitthvað að fela Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. júní 2025 12:21 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT. Arnar/Vilhelm Formaður Eflingar segir tregðu Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði eða SVEIT til að afhenda samkeppniseftirlitinu gögn er varða kjarasamninga við stéttarfélagið Virðingu vera skýrt merki um að samtökin hafi eitthvað að fela. Framkvæmdarstjóri SVEIT segir ekki koma til greina að afhenda gögnin ef þeim verður deilt með Eflingu. Samkeppniseftirlitið hefur lagt dagsektir á SVEIT og krefst þess að samtökin afhendi gögn er varða kjarasamninga. Í mars síðastliðnum barst Samkeppniseftirlitinu kvörtun frá Eflingu, Alþýðusambandinu og Starfsgreinasambandi Íslands þess efnis að SVEIT gerði einhliða kjarasamninga við stéttarfélagið Virðingu þar sem kveðið væri á um launakjör á veitingamarkaði. Það væri ólögmætt samráð sem færi gegn samkeppnislögum að þeirra mati. Efling hefur lengi haft horn í síðu SVEIT og segir stéttarfélagið Virðingu vera gervistéttarfélag og framlengingu á hagsmunum veitingahúsaeigenda. Í kvörtun er SVEIT sakað um ólögmætt verðsamráð á veitingamarkaði og ólögmætt verðsamráð innan samtakanna. Kemur SVEIT spánskt fyrir sjónir Einar Bárðarson, nýr framkvæmdastjóri hjá SVEIT, tekur fram að dagsektirnar leggist ekki á fyrr en að niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála liggi fyrir. „Eftir að Efling gerði þessa athugasemd til Samkeppniseftirlitsins, kom það okkur dálítið spánskt fyrir sjónir og höfum við átt erfitt með að samþykkja það að þetta eigi heima inni hjá Samkeppniseftirlitinu. Við höfum kært það til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.“ Að auki tekur Einar fram að SVEIT hafi ekki fengið staðfest að gögnunum verði ekki deilt með þriðja aðila líkt og Eflingu. „Okkur finnst óeðlilegt að þriðji aðili út í bæ sé að vinna úr gögnum sem eru til rannsóknar hjá stofnun eða embætti eins og Samkeppniseftirlitinu. Ég held bara að það sé verið að óska eftir töluvert mikið af gögnum og þau eru svo sem öll tilbúin en verða ekki afhend á meðan áfrýjunarnefndin er að fara með þetta.“ Þið viljið þá ekki að Efling komist í gögnin? „Já okkur finnst það óeðlilegt.“ Ef að áfrýjunarnefnd kemst að því að málið eigi undir Samkeppniseftirlitið verða þá gögnin afhend samstundis? „Ég geri ráð fyrir því, nema að lögfræðingar okkar ráðleggi okkur eitthvað annað,“ segir Einar sem bætir við að það skjóti skökku við að Samkeppniseftirlitið vilji rannsaka SVEIT og Virðingu. Augljóst að gögnin geymi eitthvað sem er þess virði að fela Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir vinnubrögð SVEIT verulega gagnrýnisverð. „Þessi vinnubrögð koma mér alls ekki á óvart. Þetta er í samræmi við þau vinnubrögð sem SVEIT hefur sýnt í einu og öllu.“ Tregða SVEIT við að afhenda umrædd gögn sýni fram á það að samtökin hafi eitthvað að fela að mati Sólveigar. „Ég tel það ljóst. Ástæðan fyrir því að þau vilja ekki afhenda gögn er að þau gögn sem þeir hafa eru auðvitað ófullnægjandi eða sýna fram á það að auðvitað hefur verið fullt samráð á milli SVEIT og svikastéttarfélagsins Virðingar. En ég bara eins og allir bíða eftir því að sjá hvernig þetta mál fer hjá Samkeppniseftirlitinu.“ Hún fagnar því að Samkeppniseftirlitið stígi fram með þessum hætti í málinu. „Efling, SGS og Alþýðusambandið skoðaði málið mjög vel með lögmönnum. Okkur þótti ljóst að þarna væri verið að fremja brot.“ Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Veitingastaðir Kjaramál Samkeppnismál Stéttarfélög Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur lagt dagsektir á SVEIT og krefst þess að samtökin afhendi gögn er varða kjarasamninga. Í mars síðastliðnum barst Samkeppniseftirlitinu kvörtun frá Eflingu, Alþýðusambandinu og Starfsgreinasambandi Íslands þess efnis að SVEIT gerði einhliða kjarasamninga við stéttarfélagið Virðingu þar sem kveðið væri á um launakjör á veitingamarkaði. Það væri ólögmætt samráð sem færi gegn samkeppnislögum að þeirra mati. Efling hefur lengi haft horn í síðu SVEIT og segir stéttarfélagið Virðingu vera gervistéttarfélag og framlengingu á hagsmunum veitingahúsaeigenda. Í kvörtun er SVEIT sakað um ólögmætt verðsamráð á veitingamarkaði og ólögmætt verðsamráð innan samtakanna. Kemur SVEIT spánskt fyrir sjónir Einar Bárðarson, nýr framkvæmdastjóri hjá SVEIT, tekur fram að dagsektirnar leggist ekki á fyrr en að niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála liggi fyrir. „Eftir að Efling gerði þessa athugasemd til Samkeppniseftirlitsins, kom það okkur dálítið spánskt fyrir sjónir og höfum við átt erfitt með að samþykkja það að þetta eigi heima inni hjá Samkeppniseftirlitinu. Við höfum kært það til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.“ Að auki tekur Einar fram að SVEIT hafi ekki fengið staðfest að gögnunum verði ekki deilt með þriðja aðila líkt og Eflingu. „Okkur finnst óeðlilegt að þriðji aðili út í bæ sé að vinna úr gögnum sem eru til rannsóknar hjá stofnun eða embætti eins og Samkeppniseftirlitinu. Ég held bara að það sé verið að óska eftir töluvert mikið af gögnum og þau eru svo sem öll tilbúin en verða ekki afhend á meðan áfrýjunarnefndin er að fara með þetta.“ Þið viljið þá ekki að Efling komist í gögnin? „Já okkur finnst það óeðlilegt.“ Ef að áfrýjunarnefnd kemst að því að málið eigi undir Samkeppniseftirlitið verða þá gögnin afhend samstundis? „Ég geri ráð fyrir því, nema að lögfræðingar okkar ráðleggi okkur eitthvað annað,“ segir Einar sem bætir við að það skjóti skökku við að Samkeppniseftirlitið vilji rannsaka SVEIT og Virðingu. Augljóst að gögnin geymi eitthvað sem er þess virði að fela Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir vinnubrögð SVEIT verulega gagnrýnisverð. „Þessi vinnubrögð koma mér alls ekki á óvart. Þetta er í samræmi við þau vinnubrögð sem SVEIT hefur sýnt í einu og öllu.“ Tregða SVEIT við að afhenda umrædd gögn sýni fram á það að samtökin hafi eitthvað að fela að mati Sólveigar. „Ég tel það ljóst. Ástæðan fyrir því að þau vilja ekki afhenda gögn er að þau gögn sem þeir hafa eru auðvitað ófullnægjandi eða sýna fram á það að auðvitað hefur verið fullt samráð á milli SVEIT og svikastéttarfélagsins Virðingar. En ég bara eins og allir bíða eftir því að sjá hvernig þetta mál fer hjá Samkeppniseftirlitinu.“ Hún fagnar því að Samkeppniseftirlitið stígi fram með þessum hætti í málinu. „Efling, SGS og Alþýðusambandið skoðaði málið mjög vel með lögmönnum. Okkur þótti ljóst að þarna væri verið að fremja brot.“
Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Veitingastaðir Kjaramál Samkeppnismál Stéttarfélög Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira