Starbucks frestar opnun fram í lok sumars Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júní 2025 07:07 Annað kaffihús Starbucks í Reykjavík verður á Laugavegi. Hafliði Breiðfjör Opnun kaffihúsa Starbucks á Íslandi hefur verið frestað fram í ágúst. Framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi segir ástæðu tafanna vera seinagangur við leyfisveitingar. Ný reglugerð borgarinnar um hollustuhætti hafi tafið ferlið enn frekar. Stefnt var að því að opna tvö kaffihús Starbucks í miðborg Reykjavíkur nú í maí en nú er ljóst að reykvískir kaffiunnendur þurfi að bíða lengur. Morgunblaðið ræddi við Daníel Kára Stefánsson, framkvæmdastjóra Starbucks á Íslandi, sem segir nýja reglugerð sem hann vissi ekki af hafa tafið leyfisveitingarferlið umtalsvert. Fleiri í vandræðum vegna borgarinnar Aðstandendur Starbucks á Íslandi eru ekki þeir einu sem hafa ýmislegt að athuga við leyfisveitingarferlin hjá borginni en eigandi bakarísins Hygge hefur beðið í yfir tvö hundruð daga eftir að fá leyfi til að opna bakarí í húsnæði við Barónsstíg 6. Axel Þorsteinsson bakari sagði í samtali við fréttastofu að hann hafi neyðst til að kaupa bakarí í Grímsbæ til að fyrirtækið færi ekki á hausinn. Ný reglugerð um hollustuhætti sem tók gildi í maí felur í sér að hvert einasta starfsleyfi þarf að auglýsa á vef heilbrigðiseftirlitsins í fjórar vikur áður en leyfið er veitt. Hver sem er geti sent imn kvörtun við leyfisveitinguna og þá hafi eftirlitið fjórar vikur til að vinna úr þeim. Að þeim tíma liðnum geta veitingamenn svo þurft að bíða í allt að fjórar vikur eftir að endanleg ákvörðun verði tekin. Vissi ekki af reglugerðinni Daníel Kári segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi ekki vitað af þessari reglugerð þegar hann sótti um rekstrarleyfi. Engar upplýsingar um það hafi legið fyrir á heimasíðu borgarinnar. „Þar var hvergi minnst á þetta ferli í leiðbeiningunum. Svo hringi ég í heilbrigðiseftirlitið til að taka stöðuna eftir að ég sendi inn umsókn og þá fæ ég þessar upplýsingar,“ hefur Morgunblaðið eftir honum. Þá segir hann einnig að viðhalda þurfi þjálfun starfsmanna á meðan beðið er eftir opnun og að það kosti sitt. Tilvonandi starfsmenn hafi meðal annars verið sendir í þjálfun til Spánar með tilheyrandi kostnaði. „Þeir verða alla vega í góðri þjálfun þegar við opnum,“ segir Daníel. Veitingastaðir Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Reykjavík Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira
Stefnt var að því að opna tvö kaffihús Starbucks í miðborg Reykjavíkur nú í maí en nú er ljóst að reykvískir kaffiunnendur þurfi að bíða lengur. Morgunblaðið ræddi við Daníel Kára Stefánsson, framkvæmdastjóra Starbucks á Íslandi, sem segir nýja reglugerð sem hann vissi ekki af hafa tafið leyfisveitingarferlið umtalsvert. Fleiri í vandræðum vegna borgarinnar Aðstandendur Starbucks á Íslandi eru ekki þeir einu sem hafa ýmislegt að athuga við leyfisveitingarferlin hjá borginni en eigandi bakarísins Hygge hefur beðið í yfir tvö hundruð daga eftir að fá leyfi til að opna bakarí í húsnæði við Barónsstíg 6. Axel Þorsteinsson bakari sagði í samtali við fréttastofu að hann hafi neyðst til að kaupa bakarí í Grímsbæ til að fyrirtækið færi ekki á hausinn. Ný reglugerð um hollustuhætti sem tók gildi í maí felur í sér að hvert einasta starfsleyfi þarf að auglýsa á vef heilbrigðiseftirlitsins í fjórar vikur áður en leyfið er veitt. Hver sem er geti sent imn kvörtun við leyfisveitinguna og þá hafi eftirlitið fjórar vikur til að vinna úr þeim. Að þeim tíma liðnum geta veitingamenn svo þurft að bíða í allt að fjórar vikur eftir að endanleg ákvörðun verði tekin. Vissi ekki af reglugerðinni Daníel Kári segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi ekki vitað af þessari reglugerð þegar hann sótti um rekstrarleyfi. Engar upplýsingar um það hafi legið fyrir á heimasíðu borgarinnar. „Þar var hvergi minnst á þetta ferli í leiðbeiningunum. Svo hringi ég í heilbrigðiseftirlitið til að taka stöðuna eftir að ég sendi inn umsókn og þá fæ ég þessar upplýsingar,“ hefur Morgunblaðið eftir honum. Þá segir hann einnig að viðhalda þurfi þjálfun starfsmanna á meðan beðið er eftir opnun og að það kosti sitt. Tilvonandi starfsmenn hafi meðal annars verið sendir í þjálfun til Spánar með tilheyrandi kostnaði. „Þeir verða alla vega í góðri þjálfun þegar við opnum,“ segir Daníel.
Veitingastaðir Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Reykjavík Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira