Innlent

Sigurbjörn Einarsson, biskup, jarðsunginn

Útför Sigurbjörns Einarsonar, biskups, var gerð frá Hallgrímskirkju í dag.

Hallgrímskirkja var þéttsetin þegar Sigurbjörn Einarsson, biskup var jarðsunginn í dag en einnig var sjónvarpað beint frá athöfninni.

Allir æðstu embættismenn þjóðarinnar voru viðstaddir athöfnina, þar á meðal Forseti Íslands og ríkisstjórn og ennfremur fulltrúar frá ensku og sænsku kirkjunni og fulltrúar kristinna trúfélaga hér á landi.

Sigurbjörn andaðist þann 28. ágúst síðastliðinn 97 ára að aldri. Hann gengdi embætti biskups Íslands frá árinu 1959 til 1981 eða í 22 ár - og var einn ástsælasti og áhrifamesti predikari sinnar samtíðar.

Jón Dalbú Hróbjartsson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, jarðsöng og í minningarorðum um biskup las hann upp það síðasta sem Sigurbjörn skrifaði á dánarbeði sínu:

"Jesús er á krossinum sínum að skapa páska handa mér og öllum. Dýrð sé þér Drottinn minn."

 

Það voru afkomendur Sigurbjörns sem báru kistu hans úr kirkju en hann var jarðsettur í Fossvogskirkjugarði við hlið Magneu Þorkelsdóttur, eiginkonu sinnar, sem lést árið 2006.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×