Innlent

Fjölgun framundan í mannafla slökkviliðs höfuðborgarinnar

Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hefur ákveðið að fjölga slökkvistöðvum á höfuðborgarsvæðinu á næstu misserum og byggja m.a. tvær stöðvar í stað þeirrar við Tunguháls, sem verður lokað.

Þessi stækkun krefst aukins mannafla og ætlar SHS að auglýsa eftir 25 nýjum slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum til starfa frá og með 1. febrúar 2009.

Inntöku- og ráðningaferlið felur m.a. í sér erfið próf sem verða þreytt frá 1. nóvember til 1. febrúar 2009. "Mikil vinna er framundan við valið á rétta mannskapnum þar sem hver ráðning er bæði kostnaðarsöm og tímafrek," segir í tilkynningu um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×