Innlent

Enn haldið sofandi eftir umferðarslys á Suðurlandsvegi

Ökumanni jeppa sem slasaðist í árekstri jeppans, rútu og sendibíls á Suðurlandsvegi fyrir viku er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild. Að sögn vakthafandi læknis á deildinni er ástand mannsins óbreytt en hann slasaðist mikið í árekstrinum.

Tildrög slyssins voru þau að ökumaðurinn, sem ók í átt að Hveragerði, hugðist beygja til vinstri inn á Kirkjuferjuveg og hafði nánast numið staðar til að bíða eftir rútu sem kom á móti. Þá bar að lítinn sendibíl, sem ók aftan á jeppann, sem kastaðist við það framan á rútuna og höfnuðu rútan og jeppinn utan vegar. Um þrjátíu manns voru í rútunni og hlutu fimm þeirra minni háttar áverka.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×