Innlent

Guðni: Viðræður forsætisráðherra við Landsbankann ólöglegar

Viðræður bankastjóra Landsbankans með forsætisráðherra vegna hugsanlegrar sameiningu Landsbankans og Glitnis eru ólöglegar að mati formanns Framsóknarflokksins.

Bankastjórar Landsbankans funduðu með Geir H. Haarde, forsætisráðherra í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa Landsbankamenn áhuga á að sameinast Glitni í þeim tilgangi að tryggja trausta eiginfjárstöðu sameinaðst banka.

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segir þessar viðræður koma á óvart. „Ef það er rétt að sjálfstæðismenn sitja á samningafundum um að stinga Glitni svo inn í Landsbankann þá skapar það mikla óvissu á markaði og að auki gerir það náttúrulega að verkum að starfsfólki og viðskiptavinum, þeim líður illa.

Þarna er verið að fitla við hluti sem lög standa gegn, því að verði þessi hlutur seldur, sem er mjög líklegt, og ég tel mikilvægt ná byr í seglin á þessu fyrirtæki á nýjan leik, þá getur það orðið mikil verðmæti síðar meir, en þá verður að selja ríkishlutinn eftir ákveðnum reglum sem snúa að einkavæðingu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur enga heimild til þess að fitla við þetta eða vera að gera þetta í reykfylltum bakherbergjum. Ég spyr, er Samfylkingin með í þessu líka," segir Guðni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×