Bréf til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur Jón Kristjánsson skrifar 9. janúar 2008 00:01 Í Fréttablaðinu birtist ítarlegt viðtal við þig, Þorgerður, laugardaginn 22.desember. Í viðtalinu fannst mér vera tónn í garð okkar framsóknarmanna, fyrrum samstarfsmanna sem ég kann ekki við og get ekki annað en kallað af hliðarlínunni inn á völlinn, svo notuð sé samlíking úr íþróttunum. Ég kýs að hafa þetta í formi bréfs til þín, og vona að þú fyrirgefir mér það að sleppa titlum svo sem hæstvirtur menntamálaráðherra og ávarpa þig beint. Í fyrsta lagi kallar þú það populisma að hafa áhyggjur af kristilegu siðgæði í skólum, og þeim skilaboðum að fella það orðalag úr lögum um grunnskóla. Kallar það mjálm í framsóknarmönnum. Ég vona að það hafi ekki farið fram hjá þér, að það voru ekki framsóknarmenn sem hófu þessa umræðu. Það var biskup Íslands sem reið á vaðið, og ef ég hef tekið rétt eftir fréttum átti hann tal við þig um málið. Varla ertu að saka hann um populisma. Hins vegar vil ég gera gott úr hlutunum, og ég tel víst að þér hafi fundist umræðan óþægileg og þess vegna sértu svona úfin í þessu máli. En svona er lífið. Það eru ekki alltaf jólin. Ósanngjörn gagnrýniHitt atriðið sem ég rak augun í og mér finnst ósanngjarnt í garð okkar framsóknarmanna er að þú lætur að því liggja að við séum áhugalausir um mennta- og menningarmál og það sé búið að tala meira um þau mál á hálfu ári nú í þessari ríkisstjórn en á fjórum árum áður, fyrir einskæran áhuga Samfylkingarinnar. Þú undanskilur þó Jón Sigurðsson fyrrverandi formann. Um þetta er það að segja að ríkisstjórnarfundirnir eins og ég þekkti þá í samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn voru ekki málfundir. Ráðherrar bera þar upp sín mál til afgreiðslu og eftir umræður eru þau afgreidd eða þeim frestað eftir atvikum. Ég minnist þess ekki að á formlegum fundum hafi verið eldhúsdagur um áhugamálin, þótt margt bæri á góma áður en gengið var til formlegheitanna. Það getur vel verið að Samfylkingarmenn séu málglaðir um hin ýmsu mál á ríkisstjórnarfundum en það segir ekkert um áhuga eða virkni fyrri ríkisstjórnar. Stuðningur FramsóknarÉg vil minna á það að stærsta málið sem þú barst fram á síðasta kjörtímabili og það fyrirferðarmesta var að breyta ríkisútvarpinu í hlutafélag. Við framsóknarmenn studdum þig í þessu máli, en okkur þótti það mjög erfitt pólitískt, og lítil hrifning af því í okkar flokki. Hins vegar töldum við að þetta myndi styrkja útvarpið og afstaða okkar var fullkomlega ærleg og málefnaleg í þessu stóra máli. Ég minnist ekki annars en að við höfum staðið við bakið á þér í öllum málum alltaf, bæði áður en Jón Sigurðsson kom í ríkisstjórn og eftir það. Hins vegar þekkir þú það að ráðherrar sem fara með mikil útgjaldaráðuneyti fá ekki í gegn um ríkisstjórnina öll sín áhugamál, jafnvel þótt þau séu hin þörfustu. Þú þekkir veit ég nokkuð sem heitir rammafjárlög og stríðið við að troða inn í þann ramma sem hverju ráðuneyti er ákveðinn. Situr á góðu búiSú ríkisstjórn sem nú situr virðist vera ósammála í mörgum stórum málum. Hins vegar situr hún í góðu búi fyrri ríkisstjórnar og getur leyft sér að ákveða rífleg ríkisútgjöld. Þau útgjöld fara til góðra og þarfra mála, og það er nú svo að um fæst þeirra er mikill ágreiningur. Hitt er svo gott að hafa í huga, ekki síst fyrir núverandi valdhafa að það skiptir mestu máli hvað gert er en ekki hvað mörg orð eru höfð um hlutina. Mér þykir miður að þurfa að skrifa þér bréf í þessum tón því við áttum ágætis samstarf innan ríkisstjórnar og utan. Passaðu þig á Samfylkingunni og láttu þá ekki hafa of mikil áhrif á þig. Ég held að þetta tal um okkur framsóknarmenn séu áhrif frá þeim. Þeir voru vanir að tala illa um okkur út í eitt og vafalaust gera þeir það enn þegar hlé verður á talinu um mennta- og menningarmálin. Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu birtist ítarlegt viðtal við þig, Þorgerður, laugardaginn 22.desember. Í viðtalinu fannst mér vera tónn í garð okkar framsóknarmanna, fyrrum samstarfsmanna sem ég kann ekki við og get ekki annað en kallað af hliðarlínunni inn á völlinn, svo notuð sé samlíking úr íþróttunum. Ég kýs að hafa þetta í formi bréfs til þín, og vona að þú fyrirgefir mér það að sleppa titlum svo sem hæstvirtur menntamálaráðherra og ávarpa þig beint. Í fyrsta lagi kallar þú það populisma að hafa áhyggjur af kristilegu siðgæði í skólum, og þeim skilaboðum að fella það orðalag úr lögum um grunnskóla. Kallar það mjálm í framsóknarmönnum. Ég vona að það hafi ekki farið fram hjá þér, að það voru ekki framsóknarmenn sem hófu þessa umræðu. Það var biskup Íslands sem reið á vaðið, og ef ég hef tekið rétt eftir fréttum átti hann tal við þig um málið. Varla ertu að saka hann um populisma. Hins vegar vil ég gera gott úr hlutunum, og ég tel víst að þér hafi fundist umræðan óþægileg og þess vegna sértu svona úfin í þessu máli. En svona er lífið. Það eru ekki alltaf jólin. Ósanngjörn gagnrýniHitt atriðið sem ég rak augun í og mér finnst ósanngjarnt í garð okkar framsóknarmanna er að þú lætur að því liggja að við séum áhugalausir um mennta- og menningarmál og það sé búið að tala meira um þau mál á hálfu ári nú í þessari ríkisstjórn en á fjórum árum áður, fyrir einskæran áhuga Samfylkingarinnar. Þú undanskilur þó Jón Sigurðsson fyrrverandi formann. Um þetta er það að segja að ríkisstjórnarfundirnir eins og ég þekkti þá í samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn voru ekki málfundir. Ráðherrar bera þar upp sín mál til afgreiðslu og eftir umræður eru þau afgreidd eða þeim frestað eftir atvikum. Ég minnist þess ekki að á formlegum fundum hafi verið eldhúsdagur um áhugamálin, þótt margt bæri á góma áður en gengið var til formlegheitanna. Það getur vel verið að Samfylkingarmenn séu málglaðir um hin ýmsu mál á ríkisstjórnarfundum en það segir ekkert um áhuga eða virkni fyrri ríkisstjórnar. Stuðningur FramsóknarÉg vil minna á það að stærsta málið sem þú barst fram á síðasta kjörtímabili og það fyrirferðarmesta var að breyta ríkisútvarpinu í hlutafélag. Við framsóknarmenn studdum þig í þessu máli, en okkur þótti það mjög erfitt pólitískt, og lítil hrifning af því í okkar flokki. Hins vegar töldum við að þetta myndi styrkja útvarpið og afstaða okkar var fullkomlega ærleg og málefnaleg í þessu stóra máli. Ég minnist ekki annars en að við höfum staðið við bakið á þér í öllum málum alltaf, bæði áður en Jón Sigurðsson kom í ríkisstjórn og eftir það. Hins vegar þekkir þú það að ráðherrar sem fara með mikil útgjaldaráðuneyti fá ekki í gegn um ríkisstjórnina öll sín áhugamál, jafnvel þótt þau séu hin þörfustu. Þú þekkir veit ég nokkuð sem heitir rammafjárlög og stríðið við að troða inn í þann ramma sem hverju ráðuneyti er ákveðinn. Situr á góðu búiSú ríkisstjórn sem nú situr virðist vera ósammála í mörgum stórum málum. Hins vegar situr hún í góðu búi fyrri ríkisstjórnar og getur leyft sér að ákveða rífleg ríkisútgjöld. Þau útgjöld fara til góðra og þarfra mála, og það er nú svo að um fæst þeirra er mikill ágreiningur. Hitt er svo gott að hafa í huga, ekki síst fyrir núverandi valdhafa að það skiptir mestu máli hvað gert er en ekki hvað mörg orð eru höfð um hlutina. Mér þykir miður að þurfa að skrifa þér bréf í þessum tón því við áttum ágætis samstarf innan ríkisstjórnar og utan. Passaðu þig á Samfylkingunni og láttu þá ekki hafa of mikil áhrif á þig. Ég held að þetta tal um okkur framsóknarmenn séu áhrif frá þeim. Þeir voru vanir að tala illa um okkur út í eitt og vafalaust gera þeir það enn þegar hlé verður á talinu um mennta- og menningarmálin. Höfundur er fyrrverandi ráðherra.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun