Erlent

Naktir Þjóðverjar fara fyrir brjóstið á Pólverjum

Allsérstæð deila er komin upp á norðulandamærum Póllands og Þýskalands á baðströndinni Usedom.

Þýskir nektarsinnar nýta hana mikið og það fer mjög fyrir brjóstið á hinum kaþólsku Pólverjum sem einnig koma á ströndina til að sóla sig og baða.

Eftir því sem þýska blaðið Bild greinir frá eru þýskir hneykslaðir að íhaldssemi nágrannanna og kvarta jafnframt undan gægjum Pólverjanna. „Manni líður eins og apa í dýragarði. Pólverjarnir koma á ströndina með sjónauka og glápa og blóta," er haft eftir þýska nektarsinnanum Ines Müller.

„Þetta er óhugnanlegt. Við myndum aldrei fara nakin í sjóinn, við erum kaþólikkar, segir hins vegar hins pólska Anja.

Vonast er til þess að hægt verði að leysa deiluna með skiltum þar sem skýrt verði kveðið á um hvar á ströndinni fólk geti baðað sig og sólað nakið. Þess skal geti að Usedom-ströndin tilheyrir formlega Þýskalandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×