Fyrrverandi borgarfulltrúi sjálfstæðismanna gagnrýnir Gísla harðlega Andri Ólafsson skrifar 18. ágúst 2008 16:27 Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir Gísla Martein Baldursson borgarfulltrúa harðlega fyrir að ætla að sinna borgarfulltrúastörfum frá Edinborg. Gísli ætlar að nema borgarfræði í háskólanum við Edinborg næsta vetur en hyggst fljúga heim til Íslands tvisvar í mánuði til þess að sækja borgarstjórnarfundi. Sveinn Andri segir að Gísli ætti að taka sér leyfi á meðan hann stundar námið svo hægt sé að kalla inn varamann sem gæti sinnt borgarfulltrúastarfinu af fullum krafti. Hann segir að margir sjálfstæðismenn í borginni séu afar óánægðir með ákvörðun Gísla. "Menn eru orðlausir," segir Sveinn. "Það eru 14 ár síðan ég var borgarfulltrúi og á þeim tíma var þetta nánast fullt starf. Eins og málin hafa þróast þá hefur borgarfulltrúa starfið sífellt orðið umfangsmeira." "Menn verða að gera sér grein fyrir því að það er mun meira á bakvið þetta starf en tveir fundir í mánuði. Á hverjum fundi eru fjölmörg mál á dagskrá sem krefjast mikils undirbúnings. Það eru viðtöl, undirbúningsfundir, símtöl og fleira. Ef menn geta ekki sinnt þessu með góðu móti eiga menn að víkja og leyfa öðrum að spreyta sig," segir Sveinn Andri. Hann segist treysta því að borgarstjórnaflokkur sjálfstæðismanns "vindi ofan þessari hugmynd". "Auðvitað er það fagnaðarefni ef menn vilja ljúka námi. En menn verða að hugsa þetta í víðara samhengi. Gísli Marteinn var ekki kosinn í borgarstjórn til þess að sinna þessu starfi með hangandi hendi frá Edinborg. Auðvitað geta aðstæður manna breyst. Enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér og allt það. En til þess eru borgarfulltúar einmitt með varamenn." "Það sem stendur upp úr í þessu máli er að Gísli virðist ætlast til þess að borgarbúar borgi háskólanámið hans. Og það líst mér illa á," segir Sveinn Andri Sveinsson, fyrrverandi borgarfulltrúi sjálfstæðismanna. Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir Gísla Martein Baldursson borgarfulltrúa harðlega fyrir að ætla að sinna borgarfulltrúastörfum frá Edinborg. Gísli ætlar að nema borgarfræði í háskólanum við Edinborg næsta vetur en hyggst fljúga heim til Íslands tvisvar í mánuði til þess að sækja borgarstjórnarfundi. Sveinn Andri segir að Gísli ætti að taka sér leyfi á meðan hann stundar námið svo hægt sé að kalla inn varamann sem gæti sinnt borgarfulltrúastarfinu af fullum krafti. Hann segir að margir sjálfstæðismenn í borginni séu afar óánægðir með ákvörðun Gísla. "Menn eru orðlausir," segir Sveinn. "Það eru 14 ár síðan ég var borgarfulltrúi og á þeim tíma var þetta nánast fullt starf. Eins og málin hafa þróast þá hefur borgarfulltrúa starfið sífellt orðið umfangsmeira." "Menn verða að gera sér grein fyrir því að það er mun meira á bakvið þetta starf en tveir fundir í mánuði. Á hverjum fundi eru fjölmörg mál á dagskrá sem krefjast mikils undirbúnings. Það eru viðtöl, undirbúningsfundir, símtöl og fleira. Ef menn geta ekki sinnt þessu með góðu móti eiga menn að víkja og leyfa öðrum að spreyta sig," segir Sveinn Andri. Hann segist treysta því að borgarstjórnaflokkur sjálfstæðismanns "vindi ofan þessari hugmynd". "Auðvitað er það fagnaðarefni ef menn vilja ljúka námi. En menn verða að hugsa þetta í víðara samhengi. Gísli Marteinn var ekki kosinn í borgarstjórn til þess að sinna þessu starfi með hangandi hendi frá Edinborg. Auðvitað geta aðstæður manna breyst. Enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér og allt það. En til þess eru borgarfulltúar einmitt með varamenn." "Það sem stendur upp úr í þessu máli er að Gísli virðist ætlast til þess að borgarbúar borgi háskólanámið hans. Og það líst mér illa á," segir Sveinn Andri Sveinsson, fyrrverandi borgarfulltrúi sjálfstæðismanna.
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira