Innlent

Reykjavík 222 ára í dag

Hallgrímskirkja þykir oft vera tákn Reykjavíkurborgar
Hallgrímskirkja þykir oft vera tákn Reykjavíkurborgar

Reykjavíkurborg fagnar 222 ára afmæli sínu í dag en borgin hlaut kaupstaðarréttindi árið 1786. Saga Reykjavíkur nær þó mun lengra aftur en hana má rekja allt til þess að landnámsmaðurinn Ingólfur Arnason tók þar land eftir að öndvegissúlur hans eiga að hafa rekið hér á land.

Ólafur F. Magnússon mun afhenta verðlaun fyrir fegurstu garðar borgarinnar í tilefni dagsins en þar verður einnig haldið afmæliskaffi að sögn Jakob Frímanns Magnússonar miðborgarstjóra.

„ Þessum tímamótum er eðlilega minnst, þetta er kannski ekki eins mikið stórafmæli og þegar borgin var 200 ára en tölustafurinn er fallegur," segir Jakob Frímann. „Sumarið hefur verið sólríkt og tíðindamikið þannig að ætli það sé ekki við hæfi að fagna deginum með að að verðlauna fallega garða."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×