Innlent

Hraðamyndavélar á tveimur stöðum á Reykjanesi

MYND/Vegagerðin

Umferðaryfirvöld hafa ákveðið að setja upp hraðamyndavélar á Garðskagavegi og Sandgerðisvegi á Reykjanesi.

Þær verða teknar í gagnið á morgun og markmiðið með þeim er að draga úr ökuhraða á þjóðvegum og fækka umferðarslysum. Samgönguráðuneytið, ríkislögreglustjóri, Umferðarstofa og Vegagerðin vinna að uppsetningu hraðamyndavélanna eftir því sem segir í tilkynningu Vegagerðarinnar. Um er að ræða stafræna myndatöku þar sem upplýsingar um hraðabrot eru sendar samstundis til lögreglunnar. Persónuvernd hefur heimilað myndatökuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×