Erlent

Obama skipuleggur slaginn gegn McCain

Barack Obama.
Barack Obama.

Barack Obama byrjaði í gær að skipuleggja kosningabaráttu sína við John McCain um forsetaembættið. Hann telur að kosningarnar muni snúast örðu fremur um sértækar áætlanir og forgangsröðun frekar en spurningar um pólitíska hugmyndafræði eða hver sé meiri föðurlandsvinur.

Obama sagðist í gær vera reiðubúinn til þess að mæta McCain í rökræðum og hyggst rifja upp 30 ára gömul hneykslismál tengd fjármálum McCains. Þá gerði hann lítið úr tillögum McCains um að draga úr opinberum álögum á eldsneyti.

Áhrifamenn innan raða Demókrata segja að það sé einungis tímaspursmál hvenær Hillary dragi sig úr baráttunni um útnefningu á forsetaefni þeirra. Hillary heldur þó enn í vonina og hefur verið að brýna sitt fólk til dáða um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×