Innlent

Arnar Grant ákærður fyrir eignaspjöll

Arnar Grant.
Arnar Grant.

Líkamsræktarfrömuðurinn Arnar Grant hefur verið ákærður fyrir eignaspjöll í tengslum við nágrannaerjur sem hann átti í. Ákæra á hendur honum var þingfest í morgun.

Samkvæmt hennir er Arnari gefið að sök að hafa brotið rúðu í bíl hjá nágranna sínum þannig að glerbrot féllu inn í bílinn og yfir föt sem þar voru.

Vísir sagði frá erjunum í mars síðastliðnum en þar kom fram að nágranninn, Kristinn Jónsson, hefði kært Arnar til lögreglu fyrir eignaspjöllinn. Málið hófst þegar Kristinn Jónsson flutti í íbúð sem hann hafði tekið á leigu við Naustabryggju í Árbæ. Þegar Kristinn var að flytja lagði hann bíl sínum í bílakjallara.

Kristinn var ekki kunnugur húsinu og lagði í það stæði sem hann hélt að fylgdi sinni íbúð. Það reyndist hins vegar stæði Arnars og greip Arnar til þess ráðs að brjóta rúðu í bílnum til þess að komast inn í hann og færa. Arnar sagðist í samtali við Vísi hafa reynt að hafa upp á eiganda bílsins en Kristinn sakaði Arnar um yfirgang í málinu. Á móti sakaði Arnar Kristinn um hótanir „Ég vil engin læti, enda hef ég aldrei gert flugu mein," sagði Arnar í samtali við Vísi í mars.

Lögregla fer fram á refsingu yfir Arnari og þá fer Kristinn fram á um 130 þúsund krónur í bætur fyrir eignaspjöllin.












Tengdar fréttir

Arnar Grant kærður til lögreglu eftir nágrannaerjur

„Ég vil engin læti, enda hef ég aldrei gert flugu mein," segir líkamsræktarfrömuðurinn Arnar Grant sem stendur í ansi óvenjulegum nágrannaerjum. Nágrannaerjurnar eru komnar inn á borð til lögreglu. Arnar hefur látið bóka hótanir í sinn garð en hann hefur á móti verið kærður fyrir eignaspjöll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×