Innlent

Bjartsýn á framhaldið

Jón Hákon Halldórsson skrifar

„Ég tel að þessu tíðu meirihlutaskipti í borginni séu borgarfulltrúum ekki til framdráttar," segir Erla Ósk Ásgeirsdóttir, stjórnmálafræðingur og formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, um nýjan borgarstjórnarmeirihluta og fylgiskönnun Fréttablaðsins.

Samkvæmt skoðanakönnuninni, sem Fréttablaðið birti dag, fengi Sjálfstæðisflokkurinn 27.9 prósent fylgi ef kosið yrði nú. Þetta myndi skila þeim fjórum mönnum í borgarstjórn, eða tveimur færri en þeir hafa nú.

„Hins vegar bind ég vonir við að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins, undir styrkri stjórn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, takist að rífa flokkinn úr þeirri lægð sem hann hefur verið í," segir Erla Ósk. Hún segist sannfærð um að borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna muni takast að sanna fyrir borgarbúum að þeim sé treystandi til þess að stýra borginni af festu og ábyrgð.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×