Innlent

Utangarðsmenn dvelji við Faxaflóahafnir

Reykjavík á fallegum sumardegi.
Reykjavík á fallegum sumardegi.

Hugmyndir liggja fyrir hjá Reykjavíkurborg um að fundinn verði staður á svæði Faxaflóahafna í Reykjavík fyrir rekstur ölstofu.

Samkvæmt heimildum Vísis leitaði Jakob Frímann Magnússon, verkefnastjóri miðborgarmála, til Gísla Gíslasonar hafnarstjóra og óskaði eftir því að hann fyndi stað fyrir slikan rekstur. Samkvæmt heimildum Vísis er útfærsla á hugmyndinni skammt á veg komin. En með rekstri ölstofu á slíkum stað mætti loka að minnsta kosti tveimur ölstofum í miðborg Reykjavíkur þar sem utangarðsmenn hafast að. Þeir fengu þá athvarf við höfnina.

Hvorki Jakob Frímann Magnússon, verkefnastjóri miðborgarmála, né Gísli Gíslason hafnarstjóri vildu tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×