Innlent

Þúsundir lögðu leið sína til Hveragerðis um helgina

Á bilinu tíu til þrettán þúsund manns lögðu leið sína til Hveragerðis í gær, að sögn Kristins Grétars Harðarsonar framkvæmdastjóra „Blómstrandi daga", sem fara fram þar um helgina.

Brekkusöngur var í gærkvöldi þar sem giskað er á að um 2-3 þúsund manns hafi verið saman komnir og dansleikur var haldinn á eftir, þar sem hljómsveitin Á móti sól lék fyrir dansi.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi var töluverður ölvunarerill en enginn var færður í fangageymslur og almennt voru allir mjög ánægðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×