Innlent

Ók á ljósastaur

Ökumaður Toyota bifreiðar var fluttur á slysadeild eftir að hafa ekið bifreið sinni á ljósastaur þegar hann ók meðfram Reykjanesbrautinni um fimmleytið í dag. Ekki er talið að maðurinn hafi slasast alvarlega.

Þá var slökkvilið og lögregla kallað að íbúð í Álfatúni í Kópavogi í dag þar sem eldur komst í gasleiðslu við gasgrill. Grillið eyðilagðist en greiðlega gekk að slökkva eldinn. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er ekki einsdæmi að atvik sem þetta gerist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×