Innlent

Bifreið valt á Vatnsleysustrandarvegi

Um klukkan sjö í morgun var tilkynnt um að bifreið hefði oltið á Vatnleysustrandarvegi skammt frá Vogum. Ökumaður og einn farþegi voru í bifreiðinni og voru þeir fluttir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Meiðsl þeirra reyndust minniháttar. Að sögn lögreglu leikur grunur á að ökumaður hafi verið undir áhrifum áfengis.

Þá stöðvuðu lögreglumenn ökumann á Reykjanesbraut á fjórða tímanum í dag og var viðkomandi færður til lögreglustöðvar grunaður um ölvunarakstur.

Klukkan korter yfir fimm var tilkynnt til lögreglu á Suðurnesjum um að bifreið hefði verið stolið við Gerðavelli í Grindavík og er málið til rannsóknar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×