Innlent

Níunda lýðræðisgangan á Akureyri á morgun

Frá mótmælum á Akureyri í lok nóvember.
Frá mótmælum á Akureyri í lok nóvember.

Á morgun klukkan 15.00 verður farin níunda lýðræðisgangan á Akureyri. Gengið verður að venju frá Samkomuhúsinu niður á Ráðhústorg. Á Ráðhústorgi verður tekið höndum saman og myndaður hringur. Síðan verður hugleitt í 10 mínútur um frið og samkennd. Guðrún Þórsdóttir forsvarsmaður göngunnar hvetur alla Akureyringa til að láta sjá sig.

„Við erum búin að ganga í einhverja tvo mánuði," segir Guðrún en vel hefur verið mætt í göngurnar fram að þessu. „Það er ótrúlegasta fólk sem hefur komið og gengið. Núna erum við að huga að frið og samkennd þó yfirskriftin sé sú sama og það er lýðræði. Hver og einn mætir á sínum forsendum en ég held að við séum öll samála um að ástandið í samfélaginu og hvernig tekið hefur verið á málunum er óviðunandi," segir Guðrún.

Hún segir aldrei að vita nema einhverjir stigi á stokk og haldi ræður. „Við höfum verið með ræðuhöld en ég veit ekki hvernig verður á morgun, það verður þá bara spontant ef það gerist."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×