Innlent

Ölvunar- og glæfraakstur á höfuðborgarsvæðinu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Sex gistu fangageymslur á höfuðborgarsvæðinu vegna ölvunar og tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um að þeir væru nokkuð við skál.

Um klukkan átta í morgun var akstur konu nokkurrar stöðvaður eftir að hún hafði ekið bifreið sinni yfir nokkrar umferðareyjur og sýnt að öðru leyti glæfralegt háttalag í umferðinni. Að sögn lögreglu var þar um andleg vanheilindi að ræða frekar en notkun vímuefna. Lögregla þurfti að aka utan í bifreiðina til að stöðva aksturinn og ná til ökumannsins sem var handtekinn og færður á lögreglustöð.

Upp úr klukkan eitt í nótt var lögreglu tilkynnt um að skotið hefði verið úr loftbyssu í glugga húss í Keflavík. Skyttan er ófundin enn sem komið er og ekki vitað með vissu hvað henni gekk til með verknaðinum.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×